Viðskipti innlent

Sjávarútvegur í þversögn - Gerir upp í evrum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Vilhjálmur Bjarnason segir að um 30% allrar veltu fyrirtækja á Íslandi sé gerð upp í öðrum gjaldmiðli, en íslenskri krónu.
Vilhjálmur Bjarnason segir að um 30% allrar veltu fyrirtækja á Íslandi sé gerð upp í öðrum gjaldmiðli, en íslenskri krónu. mynd/365
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ákveðna þversögn í því fólgna að sjávarútvegurinn geri upp í evrum  á meðan forsvarsmenn þeirra séu á móti inngöngu í Evrópusambandið.

„Sjávarútvegurinn hefur varið sína hagsmuni með því að nota evru, og farið létt með það “ segir Vilhjálmur.

Hann segir jafnframt að um 30% allrar veltu fyrirtækja á Íslandi sé gerð upp í öðrum gjaldmiðli, en íslenskri krónu, yfirleitt evru eða bandarískum dollurum. Öll stærstu fyrirtækin geri upp í erlendum gjaldmiðli og ef matvöruinnflutningi væri heimilað að gera reikninga sína upp í erlendri mynt, þá væri þetta miklu hærri prósenta.

Vilhjálmur vill halda áfram viðræðum við Evrópusambandið því Ísland sé komið býsna langt nú þegar. Íslendingar hafi árin 1992 til 1993 verið komnir að 70 prósentum inn í Evrópusambandið, og nú með því að stærstu fyrirtækin séu farin að gera upp í evru, séum við komin miklu lengra.

Hann segir að vandamálið hafi verið sjávarútvegurinn, landbúnaðurinn og myntin.  Sjávarútvegurinn sé í raun búinn að afgreiða sig með því að nota evru í jafn miklum mæli og raun ber vitni. Sjávarútvegurinn hafi einnig frjálsan aðgang að markaði Evrópu og frjálsan aðgang að útflutningi á fiski til Evrópu án allra tolla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×