Bandaríska bóksölukeðjan Barnes & Noble skilaði hagnaði á öðrum fjórðungi fjárhagsárs fyrirtækisins.
Í umfjöllun AP eru aðhaldsaðgerðir sagðar hafa vegið upp á móti samdrætti í sölu. Hagnaður á tímabilinu nam 13,2 milljónum dala sem er viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar keðjan tapaði 501 þúsund dölum á tímabilinu.
Afkoman er engu að síður undir væntingum og féll verð hlutabréfa Barnes & Noble um sex prósent í fyrstu viðskiptum í gær.
Uppgjörið kemur rétt fyrir jólasölutímabilið, en þá eru verslanir sagðar geta halað inn allt að 40 prósentum af tekjum ársins.
Uppgjör Barnes & Noble veldur vonbrigðum
Óli Kristján Ármannsson skrifar

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent


Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland
Viðskipti innlent