Innflutt smjör notað vegna söluaukningar innanlands Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 11:37 Bökuð kartafla með smjöri. Nordicphotos/Getty Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira