Innflutt smjör notað vegna söluaukningar innanlands Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 11:37 Bökuð kartafla með smjöri. Nordicphotos/Getty Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent