Innflutt smjör notað vegna söluaukningar innanlands Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. nóvember 2013 11:37 Bökuð kartafla með smjöri. Nordicphotos/Getty Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Aukning í sölu á íslensku smjöri, rjóma og ostum í haust er án fordæma, samkvæmt tilkynningu frá Mjólkursamsölunni (MS). Meira en fimmtungssöluaukning er sögð hafa verið á haustmánuðum. „Við venjulegar kringumstæður er söluaukning mjólkurafurða yfirleitt á bilinu eitt til þrjú prósent,“ segir í tilkynningu MS. Haft er eftir Einari Sigurðssyni, forstjóra MS, að líkja megi þessu við sprengingu á markaðnum. „Þetta hefur verið tengt nýjungum í mataræði á borð við lágkolvetnakúrinn, breyttu viðhorfi til mettaðrar fitu í umræðu um næringarmál og loks sýna þessar tölur áhrif af fjölgun ferðamanna,“ er eftir honum haft. Einar segir mjólkuriðnaðinn mæta þessum fréttum með því að ganga á birgðir af smjöri og ostum og öðrum vörum sem framleiddar séu með rjóma yfir þessa haustmánuði þegar mjólkurframleiðslan í landinu er í lágmarki og með því að hvetja bændur til aukinnar framleiðslu. „Til að treysta öryggismörk í birgðahaldi munu fyrirtæki í mjólkuriðnaði einnig í takmörkuðum mæli nýta innflutta smjörfitu nú í desember í nokkrar vinnsluvörur á borð við kálfafóður, nýmjólkurduft og osta sem fara mest í framhaldsvinnslu eða til matargerðar,“ segir Einar í tilkynningunni. „Innflutt smjör er dýrara en innlent, en þess mun ekki sjá merki í verði þessara vara og uppistaðan í þeim verður eftir sem áður íslensk kúamjólk.“ Einar segir bændur þegar hafa tekið við sér í haust eftir að Mjólkursamsalan hvatti þá til að auka framleiðslu til að mæta aukinni eftirspurn. „Þeir hafa breytt fóðrun og aukið framleiðslu um átta prósent frá byrjun september og búa sig nú undir áframhaldandi aukningu í sölu á næsta ári þótt ekki sé gert ráð fyrir að hún verði jafn mikil og undanfarna mánuði.“ Eins sé gert ráð fyrir að hægt sé að fjölga kúm í landinu um 500 til 1.000 á milli ára. „Það ferli er þegar hafið og fyrirsjáanlegt að nægt framboð verður á markaðnum á næstu árum.“ Vöxtur sem orðið hefur í nágrannalöndum Íslands í neyslu á smjöri og ostum er ekki sagður í líkingu við það sem hér hafi gerst undanfarna mánuði. Greiðslumark eða framleiðslukvóti kúabænda fyrir innanlandsmarkað árið 2014 hefur þegar verið aukinn í 123 milljónir lítra en var 116 milljónir lítra fyrir yfirstandandi ár. MS gerir ráð fyrir áframhaldandi söluaukningu á næstu árum þó hún verði ekki sambærileg við það sem sést hefur í haust.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent