Pólska liðið Kielce var eina liðið sem komst með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta.
Kielce vann í dag fjögurra marka sigur á Gorenje Velenje á útivelli, 29-25, og var landslðismaðurinn Þórir markahæstur í liði Kielce með sjö mörk.
Frönsku meistararnir í Montpellier komust ekki áfram í 16-liða úrslitunum eftir tap fyrir Hamburg í Þýskalandi, 35-33. Ademar Leon vann sinn leik á sama tíma og fór því upp fyrir Montpellier.
Ungverska liðið Veszprem tryggði sér sigur í B-riðli með því að vinna Atletico Madrid á heiamvelli, 26-19.
Úrslit dagsins:
A-riðill:
Ademar Leon - Partizan Belgrad 28-23
Hamburg - Montpellier 35-33
B-riðill:
Veszprem - Atletico Madrid 26-19
C-riðill:
Gorenje - Kielce 25-29
D-riðill:
Croatia Zagreb - Kadetten Schaffhausen 38-30
Þórir og félagar fullkomnir í riðlakeppninni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji?
Enski boltinn

Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak
Enski boltinn

KR sækir ungan bakvörð út á landi
Körfubolti

ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal
Íslenski boltinn

„Sýna að maður eigi það skilið“
Körfubolti





Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik
Íslenski boltinn