Viðskipti innlent

Þrjátíu þúsund ísar á þremur vikum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Gylfi ásamt starfsfólki á þjóðhátíðaginn. Allir að sjálfsögðu með ís í hönd.
Gylfi ásamt starfsfólki á þjóðhátíðaginn. Allir að sjálfsögðu með ís í hönd. MYND/VALDÍS Á FACEBOOK
Gylfi Þór Valdimarsson opnaði ísbúðina Valdís í verbúðunum á Granda fyrir þremur vikum. Viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum, en í viðtali á X-inu 977 í morgun sagðist Gylfi vera búin að reikna út að ísbúðin hefði selt rúmlega þrátíu þúsund ísa síðan hún opnaði.

Ísinn er gerður á staðnum og því er ferskur ís í borðinu á hverjum degi og bragðtegundirnar fjölbreyttar. Þetta virðist falla vel í kramið hjá landanum. „Íslendingar eru gríðarlega mikil ísþjóð og greinilegt að fólk er tilbúið að bíða lengi í röð eftir góðri vöru,“ segir Gylfi, en síðustu kvöld hefur röðin í Valdís náð langt út á götu.

„Fólk er að koma aftur og aftur, einn maður kom hingað sex kvöld í röð. Það er soldið stemningin sem við erum að reyna að skapa, kaupmaðurinn á horninu,“ segir Gylfi og bætir því við að fólki sé meira en velkomið að koma með uppástungur og óskir að nýjum bragðtegundum.

Í spilaranum hér að ofan er hægt að hlusta á viðtalið við Gylfa en það byrjar eftir um 40 mínútur.

Einnig er hægt að fylgjast með Valdísi á Facebook-síðu ísbúðarinnar, þar sem hún hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×