Mikil tækifæri í Kína fyrir þá þolinmóðu Þorgils Jónsson skrifar 3. maí 2013 07:00 Magnús Bjarnason Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutningsfyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunarráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en algengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfuharða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolinmæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutningsfyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunarráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en algengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfuharða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolinmæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira