Mikil tækifæri í Kína fyrir þá þolinmóðu Þorgils Jónsson skrifar 3. maí 2013 07:00 Magnús Bjarnason Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutningsfyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunarráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en algengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfuharða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolinmæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Mikil tækifæri bíða íslenskra útflutningsfyrirtækja í Kína eftir að fríverslunarsamningur Íslands við Kína tekur gildi. Þetta sagði Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group, í erindi sínu á kynningarfundi sem Íslensk-kínverska verslunarráðið stóð fyrir í gær. Þolinmæði sé þó nauðsynleg. Íslensk og kínversk stjórnvöld undirrituðu um miðjan síðasta mánuð samning sem felur í sér afnám tolla af öllum helstu útflutningsvörum Íslendinga til Kína. Þar á meðal eru allar sjávarafurðir, en algengir tollar af þeim eru nú á bilinu tíu til tólf prósent. Sjávarafurðir eru sem stendur 90% af íslenskum útflutningi til Kína, þó að það sé ekki umtalsverður hluti af heildarútflutningi Íslands. „Hins vegar eru vaxtartækifærin gríðarleg og ef við horfum á umfang íslensks sjávarútvegs er ljóst að við getum spilað ákveðna rullu í Kína,“ segir Magnús og bætir við að Icelandic Group hafi unnið að því að koma sér upp vinnslu í Kína frá því seint á síðasta ári. Kína hefur verið mikilvægur markaður fyrir afurðir sem hafa ekki gengið eins vel í hefðbundna markaði, til dæmis sæbjúgu, grásleppu og grálúðu, en Magnús segir efnahagslega framþróun síðustu ára í Kína skila sér í breyttu neyslumynstri. „Það er gott að eiga markað í Kína fyrir afurðir sem aðrir vilja síður, en ég held hins vegar að við þurfum að fylgja fordæmi þeirra sem hafa náð mestum árangri í Kína, og það er að bjóða upp á bestu hugsanlegu lausnir.“ Magnús segir kínverska neytendur afar kröfuharða og þeir velji aðeins það besta. Lykillinn að árangri í Kína sé því að bjóða neytendum upp á sömu vörur og seldar eru á þróaðri markaði, til dæmis til Bretlands. „Þarna eru mikil tækifæri fyrir þá sem hafa þolinmæði til að byggja upp markaðina, hvort sem um er að ræða sjávarútveg eða aðrar greinar.“ Alþingi á eftir að samþykkja samninginn til að hann öðlist gildi, en Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands, sagði á fundinum að vonast væri til þess að samningurinn kæmi fyrir haustþing og tæki gildi í upphafi næsta árs.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira