Viðskipti innlent

Domino's semur við Fíton til fimm ára

Frá vinstri, Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino's, Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's, Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Fítons, og Raquel Isabel Díaz, viðskiptastjóri Domino's hjá Fíton.
Frá vinstri, Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino's, Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Domino's, Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Fítons, og Raquel Isabel Díaz, viðskiptastjóri Domino's hjá Fíton.
Domino's á Íslandi hefur gert samstarfssamning við auglýsingastofuna Fíton og er samningurinn til fimm ára. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri Fítons, segir þetta góðan samning fyrir báða aðila.

„Þetta er lengri samningur en gengur og gerist í auglýsingabransanum og það sýnir hversu mikið traust Domino's ber til okkar eftir gott og árangursríkt samstarf í rúmt ár," segir Pétur. „Svona langtímasamningar gefa báðum aðilum festu í sínu starfi til framtíðar. Þetta er líka mikil viðurkenning fyrir okkur á Fíton enda er Domino´s eitt kraftmesta markaðsfyrirtæki landsins, það er gaman að vinna með svona sterkt og skemmtilegt vörumerki."

Framkvæmdastjóri Domino's fagnar samningnum líka og bindur miklar vonir við hann.

„Árangur Fíton á auglýsingasviðinu skiptir vitaskuld miklu máli," segir Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri. „Við erum markaðsdrifið fyrirtæki og Fíton er einn af okkar stærstu birgjum ef frá eru taldir hráefnisbirgjar. Á síðustu misserum höfum við verið að breyta áherslum okkar í markaðs- og auglýsingamálum verulega."

Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino's segir miklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri fyrirtækisins á undanförnum tveimur árum. „Þær breytingar hafa náð til þeirrar vöru sem að við höfum verið að selja og ásýndar okkar á markaði. Við leggjum í dag miklu meiri áherslu á vefinn og snjallsíma. Samstarf okkar með Fíton ásamt systurfyrirtækjum í Kaaberhúsinu - Kansas, Auglýsingamiðlunar og Miðstrætis hafa átt ríkan þátt í þeim árangri sem náðst hefur á hörðum samkeppnismarkaði. Ég er því mjög ánægður með samning um langtímasamstarf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×