Hlutabréf Vodafone á uppleið Haraldur Guðmundsson skrifar 12. desember 2013 07:30 Verð á hlutabréfum í Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir mikla lækkun í kjölfar tölvuárásarinnar í lok nóvembermánaðar. Gengi hlutabréfa Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir lækkun um tólf prósent í byrjun desember í kjölfar tölvuárásarinnar á heimasíðu félagsins. Frá árás hefur gengið einungis einu sinni lækkað milli daga. „Gengið hefur verið að taka við sér og það skipti miklu máli þegar það komu fréttir frá félaginu um að innan við eitt prósent viðskiptavina hefði hætt viðskiptum við það. Þá skipti miklu máli að í þeim hópi voru engin fyrirtæki og menn róuðust mikið við það, segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka. „Það sem menn horfa á núna er að sum þessara fyrirtækja geta ekkert hreyft sig fyrr en samningi þeirra lýkur eða þau geta sagt honum upp,“ segir Kristján. Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 8,7 prósent í nóvember þegar félagið tilkynnti um 415 milljóna króna hagnað á þriðja fjórðungi þessa árs. Mánuði áður hafði gengi bréfanna lækkað um átján prósent samanborið við desember 2012 þegar félagið var skráð í Kauphöll Íslands. „Það hefur verið mikil hreyfing á hlutabréfaverði Vodafone enda hafa árshlutauppgjörin verið misgóð en viðbrögðin við þeim, og þá sérstaklega fyrsta ársfjórðungi 2013, hafa verið ansi sterk. Lækkunin í byrjun þessa mánaðar var þó einungis tengd fréttum af árásinni og viðbrögðum stjórnenda og þeirri óvissu sem kom upp,“ segir Kristján og vísar meðal annars í tilkynningu Vodafone um að óviðkomandi aðilar hefðu ekki komist í trúnaðarupplýsingar viðskiptavina. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, gagnrýnir fyrstu viðbrögð Vodafone. „Viðbrögð þeirra voru sein og slæm. Félagið átti að taka á þessu af meiri hörku á laugardeginum þegar þetta gerðist og það er eins og þeir hafi ekki átt áfallaáætlun. Ég geri ráð fyrir að þeir eigi hana en ég veit ekki hvort þeir hafa farið eftir henni,“ segir Jón. Um þrjú hundruð manns hættu viðskiptum við Vodafone á fyrstu fjórum dögunum eftir árásina. „Það er alltaf talsverð hreyfing á þessum markaði en heilt yfir eru fleiri á leiðinni til okkar en frá okkur. Á sama tíma höfum við reynt að koma á framfæri þeim upplýsingum sem við teljum skipta máli fyrir markaðinn,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone á Íslandi hefur hækkað um 4,4 prósent eftir lækkun um tólf prósent í byrjun desember í kjölfar tölvuárásarinnar á heimasíðu félagsins. Frá árás hefur gengið einungis einu sinni lækkað milli daga. „Gengið hefur verið að taka við sér og það skipti miklu máli þegar það komu fréttir frá félaginu um að innan við eitt prósent viðskiptavina hefði hætt viðskiptum við það. Þá skipti miklu máli að í þeim hópi voru engin fyrirtæki og menn róuðust mikið við það, segir Kristján Markús Bragason, umsjónarmaður hlutabréfagreiningar Íslandsbanka. „Það sem menn horfa á núna er að sum þessara fyrirtækja geta ekkert hreyft sig fyrr en samningi þeirra lýkur eða þau geta sagt honum upp,“ segir Kristján. Hlutabréf Vodafone hækkuðu um 8,7 prósent í nóvember þegar félagið tilkynnti um 415 milljóna króna hagnað á þriðja fjórðungi þessa árs. Mánuði áður hafði gengi bréfanna lækkað um átján prósent samanborið við desember 2012 þegar félagið var skráð í Kauphöll Íslands. „Það hefur verið mikil hreyfing á hlutabréfaverði Vodafone enda hafa árshlutauppgjörin verið misgóð en viðbrögðin við þeim, og þá sérstaklega fyrsta ársfjórðungi 2013, hafa verið ansi sterk. Lækkunin í byrjun þessa mánaðar var þó einungis tengd fréttum af árásinni og viðbrögðum stjórnenda og þeirri óvissu sem kom upp,“ segir Kristján og vísar meðal annars í tilkynningu Vodafone um að óviðkomandi aðilar hefðu ekki komist í trúnaðarupplýsingar viðskiptavina. Jón Hákon Magnússon, framkvæmdastjóri KOM almannatengsla, gagnrýnir fyrstu viðbrögð Vodafone. „Viðbrögð þeirra voru sein og slæm. Félagið átti að taka á þessu af meiri hörku á laugardeginum þegar þetta gerðist og það er eins og þeir hafi ekki átt áfallaáætlun. Ég geri ráð fyrir að þeir eigi hana en ég veit ekki hvort þeir hafa farið eftir henni,“ segir Jón. Um þrjú hundruð manns hættu viðskiptum við Vodafone á fyrstu fjórum dögunum eftir árásina. „Það er alltaf talsverð hreyfing á þessum markaði en heilt yfir eru fleiri á leiðinni til okkar en frá okkur. Á sama tíma höfum við reynt að koma á framfæri þeim upplýsingum sem við teljum skipta máli fyrir markaðinn,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone.
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent