Viðskipti innlent

Íslandsbanki afskrifað 475 milljarða frá hruni

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Sverrir Örn Þorvaldsson
Sverrir Örn Þorvaldsson
Heildarafskriftir, eftirgjafir og leiðréttingar á lánum til viðskiptavina Íslandsbanka nema 475,2 milljörðum króna frá stofnun bankans til ársloka 2012.

Í áhættuskýrslu sem fylgir ársreikningi bankans kemur fram að eftirgjöf vegna einstaklinga nemi á tímabilinu 103,2 milljörðum og 372,0 milljörðum vegna fyrirtækja.

Eitt af meginverkefnum bankans frá stofnun er sagt hafa verið fjárhagsleg endurskipulagning á skuldum viðskiptavina með ýmsum úrræðum.

„Þessi úrræði eru ýmist hluti af almennum úrræðum að kröfu stjórnvalda, vegna dóma í tengslum við lögmæti erlendra lána, eða sérstök úrræði fyrir viðskiptavini Íslandsbanka,“ segir í skýrslunni.

Þá kemur fram í ágripi Sverris Arnar Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra áhættustýringar, að gæði útlánasafns bankans hafi aukist eftir því sem fleiri hafi farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og endurútreikningi lána undið fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×