Vilja vistvænni byggingariðnað Víðir Guðmundsson skrifar 22. apríl 2013 20:00 Halldór Einarsson arkitekt, Kristín Þorleifsdóttir og Hrólfur Karl Cela arkitekt. Halldór og Hrólfur störfuðu í stýrihóp verkefnisins með Kristínu. Mynd/GVA Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D. og landslagsarkitekt, er verkefnastjóri Vistmenntar. „Eftir hrun myndaðist tóm til að huga að vistvænni aðferðum í byggingariðnaðinum. Við vitum að fyrir hrun réð skynsemin ekki alltaf ferðinni heldur oft og tíðum skammsýni, hraði og græðgi. Góð umhverfishönnun tekur hins vegar tíma og á að grundvallast á sjálfbærnissjónarmiðum þannig að ekki verði gengið á höfuðstól náttúruauðlinda og þar með lífsgæði komandi kynslóða,“ segir Kristín. Verkefnið er hýst hjá Listaháskólanum og leitt af Arkitektafélagi Íslands en auk þess koma bæði innlendir og erlendir aðilar og stofnanir að verkefninu. „Þetta er þriggja landa verkefni sem miðar að því að byggja upp vistvænni nálgun í arkitektúr og í byggingariðnaðinum í heild sinni.“ Námsefnið sem nú er tilbúið er fyrst og fremst ætlað fagfólki innan byggingageirans en þó ekki síður almenningi. „Þetta eru fjögur rit sem verða aðgengileg á netinu en verða einnig gefin út í sérstakri ritröð hjá Arkitektafélaginu.“ Ritin eru Inngangur að vistvænna byggðu umhverfi á Íslandi, Val á vistvænni byggingarefnum, Veðurfar og byggt umhverfi og Dagsbirta og vistvæn lýsing. Allir skipta þessir þættir verulegu máli hér á landi. „Sól og skjól eru grundvallarþættir í skipulagi byggðar og arkitektúr á vindasamri norðlægri eyju þar sem dagsbirta er af skornum skammti stóran hluta ársins.“ Kristín nefnir sem dæmi að flennistórum bílastæðum í miðborginni sé t.d. komið fyrir á sólarreitum og að skuggavarp og vindstrókar sem skapast af háhýsum sé víða óviðunandi. Álag af veðri og vindum er mikið á Íslandi og hönnun mannvirkja þarf að taka mið af því. „Þá er líka mikilvægt að byggingum sé raðað rétt upp í skipulagi þannig að þær myndi skjól utan um útisvæði sem auki til muna möguleika til útiveru og þar með vettvang fyrir líf.“ Í tengslum við val á vistvænni byggingarefnum er að mörgu að huga, segir Kristín. „Til dæmis þarf að huga að því hversu mikið magn af efni sé notað, hver uppruni þess og flutningslengd sé og hvort þau séu umhverfisvottuð. Fram til þessa hefur markaðurinn hér á landi ekki lagt áherslu á aðgengi að vistvænni byggingarefnum en við vonum að með þessu riti aukist líkur á að teknar verði upplýstari ákvarðanir um val á byggingarefnum.“ „Ritin fjögur sem nú verða gefin út eru upphafsstef og við vonumst til að fylgja þeim eftir með ritum um aðra mikilvæga þætti s.s. vistvænni samgöngur, heilnæmt inniloft, almenningsrými o.fl. Ritin eru fyrst og fremst ætluð til kennslu í byggingartengdum iðngreinum og símenntun fólks sem starfar í byggingargeiranum. Við vonum einnig að þau nýtist þeim sem nema eða starfa við arkitektúr í víðtækri merkingu þess orðs en almenningur kann einnig að hafa áhuga á mörgu sem þar kemur fram.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Kristín Þorleifsdóttir, Ph.D. og landslagsarkitekt, er verkefnastjóri Vistmenntar. „Eftir hrun myndaðist tóm til að huga að vistvænni aðferðum í byggingariðnaðinum. Við vitum að fyrir hrun réð skynsemin ekki alltaf ferðinni heldur oft og tíðum skammsýni, hraði og græðgi. Góð umhverfishönnun tekur hins vegar tíma og á að grundvallast á sjálfbærnissjónarmiðum þannig að ekki verði gengið á höfuðstól náttúruauðlinda og þar með lífsgæði komandi kynslóða,“ segir Kristín. Verkefnið er hýst hjá Listaháskólanum og leitt af Arkitektafélagi Íslands en auk þess koma bæði innlendir og erlendir aðilar og stofnanir að verkefninu. „Þetta er þriggja landa verkefni sem miðar að því að byggja upp vistvænni nálgun í arkitektúr og í byggingariðnaðinum í heild sinni.“ Námsefnið sem nú er tilbúið er fyrst og fremst ætlað fagfólki innan byggingageirans en þó ekki síður almenningi. „Þetta eru fjögur rit sem verða aðgengileg á netinu en verða einnig gefin út í sérstakri ritröð hjá Arkitektafélaginu.“ Ritin eru Inngangur að vistvænna byggðu umhverfi á Íslandi, Val á vistvænni byggingarefnum, Veðurfar og byggt umhverfi og Dagsbirta og vistvæn lýsing. Allir skipta þessir þættir verulegu máli hér á landi. „Sól og skjól eru grundvallarþættir í skipulagi byggðar og arkitektúr á vindasamri norðlægri eyju þar sem dagsbirta er af skornum skammti stóran hluta ársins.“ Kristín nefnir sem dæmi að flennistórum bílastæðum í miðborginni sé t.d. komið fyrir á sólarreitum og að skuggavarp og vindstrókar sem skapast af háhýsum sé víða óviðunandi. Álag af veðri og vindum er mikið á Íslandi og hönnun mannvirkja þarf að taka mið af því. „Þá er líka mikilvægt að byggingum sé raðað rétt upp í skipulagi þannig að þær myndi skjól utan um útisvæði sem auki til muna möguleika til útiveru og þar með vettvang fyrir líf.“ Í tengslum við val á vistvænni byggingarefnum er að mörgu að huga, segir Kristín. „Til dæmis þarf að huga að því hversu mikið magn af efni sé notað, hver uppruni þess og flutningslengd sé og hvort þau séu umhverfisvottuð. Fram til þessa hefur markaðurinn hér á landi ekki lagt áherslu á aðgengi að vistvænni byggingarefnum en við vonum að með þessu riti aukist líkur á að teknar verði upplýstari ákvarðanir um val á byggingarefnum.“ „Ritin fjögur sem nú verða gefin út eru upphafsstef og við vonumst til að fylgja þeim eftir með ritum um aðra mikilvæga þætti s.s. vistvænni samgöngur, heilnæmt inniloft, almenningsrými o.fl. Ritin eru fyrst og fremst ætluð til kennslu í byggingartengdum iðngreinum og símenntun fólks sem starfar í byggingargeiranum. Við vonum einnig að þau nýtist þeim sem nema eða starfa við arkitektúr í víðtækri merkingu þess orðs en almenningur kann einnig að hafa áhuga á mörgu sem þar kemur fram.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira