Viðskipti innlent

HB Grandi greiðir 1,7 milljarða í arð fyrir árið í fyrra

Aðalfundur HB Granda hf. sem aldinn var fyrir helgina  samþykkti að greidd verði 1,00 kr. á hlut í arð vegna ársins í fyrra eða rétt tæplega 1,7 milljarða kr.

Í tilkynningu segir að arðurinn verður greiddur 30. apríl 2013. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 19. apríl 2013 og arðleysisdagur því  22. apríl 2013.

Þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið ár verður 1,8 milljónir kr.,  formaðurinn fær  þrefaldan hlut eða 5,4 milljónir kr. og varamaður hálfan hlut.

Þóknun næsta árs til stjórnarmanna verður  150.000 kr. á mánuði, formaður fær tvöfaldan hlut og varamaður hálfan hlut.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins. Aðalmenn eru  Kristján Loftsson,Halldór Teitsson, Jóhann Hjartarson, Hanna Ásgeirsdóttir, Rannveig Rist en varamaður er Ingibjörg Björnsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×