Bankarnir högnuðust um 32,6 milljarða króna á fyrri hluta árs Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. ágúst 2013 07:00 Bankarnir Landsbankinn græddi mest á fyrri helmingi ársins, en arðsemi eigin fjár var mest hjá Íslandsbanka. Fréttablaðið/Samsett mynd Fréttaskýring: Hverju munar í árshlutauppgjörum viðskiptabankanna þriggja? Af viðskiptabönkunum þremur var hagnaður Landsbankans mestur fyrstu sex mánuði ársins, ríflega 15,5 milljarðar króna.Næstmestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka 11,2 milljarðar, en minnstur hjá Arion banka, 5,9 milljarðar króna. Bankarnir hafa allir nýverið birt uppgjör sín. Samanlagður heildarhagnaður þeirra á fyrri helmingi ársins er rúmlega 32,6 milljarðar króna. Þá hafa þeir sameiginlega frá áramótum bætt við sig eignum upp á 69,2 milljarða króna. Eignir bankanna námu í lok árs 2012 tæplega 2.809 milljörðum króna, en voru nú í lok annars ársfjórðungs 2.878 milljarðar.Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í fljótur bragði ekkert óeðlilegt að sjá við hagnaðartölur viðskiptabankanna. „Það er auðvitað þannig að um stórar tölur er að ræða. Bankarnir eru með mikið eigið fé sem krefst þess að hagnaður sé mikill til að arðsemi eiginfjár sé viðunandi,“ segir hann. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu bankans að afkoman hafi verið góð á öðrum fjórðungi. Hálfsársuppgjörið litist hins vegar af fyrsta fjórðungi sem hafi verið undir væntingum. Þar hafi ráðið mestu óhagfelld þróun gjaldmiðilsins og einskiptiskostnaður sem fallið hafi til hjá dótturfélagi bankans. Hann vísar þar til 500 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Upphæðin var bókfærð þrátt fyrir að tekist sé á um sektina fyrir dómi.Bankastjórar stóru viðskiptabankanna þriggja. Höskuldur Ólafsson stýrir Arion, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka og Steinþór Pálsson Landsbankanum.Í afkomutilkynningu Íslandsbanka sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri afkomuna í takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga að koma fram í rekstrarreikningi bankans. Eins er í afkomutilkynningu Landsbankans haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að rekstur bankans sé stöðugur og í samræmi við áætlanir. Hagnaður bankans sé vel viðunandi. Þá verður að líta til þess í samanburði á bönkunum að nokkur munur er á starfsemi þeirra. Þannig er til að mynda áhersla lögð á eignastýringarstarfsemi hjá Arion banka og um 100 starfmenn sem vinna við hana. Þessi starfsemi er nálægt því átta sinnum stærri en eignastýring Landsbankans, sem þó er stærri viðskiptabanki. Íslandsbanki er svo þarna á milli. Því er eðlilegt að nokkru muni í rekstrarkostnaði á milli bankanna. Hjá Íslandsbanka voru lán í vanskilum (lán með yfir 90 daga vanskil) óbreytt milli fjórðunga 6 prósent. Það hlutfall var 6,2 prósent hjá Landsbankanum í lok annars ársfjórðungs. Sama hlutfall hjá Arion banka er 5,6 prósent. Vanskilahlutfall bankanna hefur lækkað hratt síðustu ár líkt og lesa má úr ársskýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi fjármálageirans. Hlutfall lána í vanskilum var þannig 17,5 prósent í árslok 2011 og var komið í 10,6 prósent í árslok 2012. Síðustu tölur sýna því áframhald á þessari þróun, þótt hlutfall vanskilalána þyki enn hátt í alþjóðlegum samanburði. Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Fréttaskýring: Hverju munar í árshlutauppgjörum viðskiptabankanna þriggja? Af viðskiptabönkunum þremur var hagnaður Landsbankans mestur fyrstu sex mánuði ársins, ríflega 15,5 milljarðar króna.Næstmestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka 11,2 milljarðar, en minnstur hjá Arion banka, 5,9 milljarðar króna. Bankarnir hafa allir nýverið birt uppgjör sín. Samanlagður heildarhagnaður þeirra á fyrri helmingi ársins er rúmlega 32,6 milljarðar króna. Þá hafa þeir sameiginlega frá áramótum bætt við sig eignum upp á 69,2 milljarða króna. Eignir bankanna námu í lok árs 2012 tæplega 2.809 milljörðum króna, en voru nú í lok annars ársfjórðungs 2.878 milljarðar.Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í fljótur bragði ekkert óeðlilegt að sjá við hagnaðartölur viðskiptabankanna. „Það er auðvitað þannig að um stórar tölur er að ræða. Bankarnir eru með mikið eigið fé sem krefst þess að hagnaður sé mikill til að arðsemi eiginfjár sé viðunandi,“ segir hann. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu bankans að afkoman hafi verið góð á öðrum fjórðungi. Hálfsársuppgjörið litist hins vegar af fyrsta fjórðungi sem hafi verið undir væntingum. Þar hafi ráðið mestu óhagfelld þróun gjaldmiðilsins og einskiptiskostnaður sem fallið hafi til hjá dótturfélagi bankans. Hann vísar þar til 500 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Upphæðin var bókfærð þrátt fyrir að tekist sé á um sektina fyrir dómi.Bankastjórar stóru viðskiptabankanna þriggja. Höskuldur Ólafsson stýrir Arion, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka og Steinþór Pálsson Landsbankanum.Í afkomutilkynningu Íslandsbanka sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri afkomuna í takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga að koma fram í rekstrarreikningi bankans. Eins er í afkomutilkynningu Landsbankans haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að rekstur bankans sé stöðugur og í samræmi við áætlanir. Hagnaður bankans sé vel viðunandi. Þá verður að líta til þess í samanburði á bönkunum að nokkur munur er á starfsemi þeirra. Þannig er til að mynda áhersla lögð á eignastýringarstarfsemi hjá Arion banka og um 100 starfmenn sem vinna við hana. Þessi starfsemi er nálægt því átta sinnum stærri en eignastýring Landsbankans, sem þó er stærri viðskiptabanki. Íslandsbanki er svo þarna á milli. Því er eðlilegt að nokkru muni í rekstrarkostnaði á milli bankanna. Hjá Íslandsbanka voru lán í vanskilum (lán með yfir 90 daga vanskil) óbreytt milli fjórðunga 6 prósent. Það hlutfall var 6,2 prósent hjá Landsbankanum í lok annars ársfjórðungs. Sama hlutfall hjá Arion banka er 5,6 prósent. Vanskilahlutfall bankanna hefur lækkað hratt síðustu ár líkt og lesa má úr ársskýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi fjármálageirans. Hlutfall lána í vanskilum var þannig 17,5 prósent í árslok 2011 og var komið í 10,6 prósent í árslok 2012. Síðustu tölur sýna því áframhald á þessari þróun, þótt hlutfall vanskilalána þyki enn hátt í alþjóðlegum samanburði.
Mest lesið Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur