Bankarnir högnuðust um 32,6 milljarða króna á fyrri hluta árs Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. ágúst 2013 07:00 Bankarnir Landsbankinn græddi mest á fyrri helmingi ársins, en arðsemi eigin fjár var mest hjá Íslandsbanka. Fréttablaðið/Samsett mynd Fréttaskýring: Hverju munar í árshlutauppgjörum viðskiptabankanna þriggja? Af viðskiptabönkunum þremur var hagnaður Landsbankans mestur fyrstu sex mánuði ársins, ríflega 15,5 milljarðar króna.Næstmestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka 11,2 milljarðar, en minnstur hjá Arion banka, 5,9 milljarðar króna. Bankarnir hafa allir nýverið birt uppgjör sín. Samanlagður heildarhagnaður þeirra á fyrri helmingi ársins er rúmlega 32,6 milljarðar króna. Þá hafa þeir sameiginlega frá áramótum bætt við sig eignum upp á 69,2 milljarða króna. Eignir bankanna námu í lok árs 2012 tæplega 2.809 milljörðum króna, en voru nú í lok annars ársfjórðungs 2.878 milljarðar.Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í fljótur bragði ekkert óeðlilegt að sjá við hagnaðartölur viðskiptabankanna. „Það er auðvitað þannig að um stórar tölur er að ræða. Bankarnir eru með mikið eigið fé sem krefst þess að hagnaður sé mikill til að arðsemi eiginfjár sé viðunandi,“ segir hann. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu bankans að afkoman hafi verið góð á öðrum fjórðungi. Hálfsársuppgjörið litist hins vegar af fyrsta fjórðungi sem hafi verið undir væntingum. Þar hafi ráðið mestu óhagfelld þróun gjaldmiðilsins og einskiptiskostnaður sem fallið hafi til hjá dótturfélagi bankans. Hann vísar þar til 500 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Upphæðin var bókfærð þrátt fyrir að tekist sé á um sektina fyrir dómi.Bankastjórar stóru viðskiptabankanna þriggja. Höskuldur Ólafsson stýrir Arion, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka og Steinþór Pálsson Landsbankanum.Í afkomutilkynningu Íslandsbanka sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri afkomuna í takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga að koma fram í rekstrarreikningi bankans. Eins er í afkomutilkynningu Landsbankans haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að rekstur bankans sé stöðugur og í samræmi við áætlanir. Hagnaður bankans sé vel viðunandi. Þá verður að líta til þess í samanburði á bönkunum að nokkur munur er á starfsemi þeirra. Þannig er til að mynda áhersla lögð á eignastýringarstarfsemi hjá Arion banka og um 100 starfmenn sem vinna við hana. Þessi starfsemi er nálægt því átta sinnum stærri en eignastýring Landsbankans, sem þó er stærri viðskiptabanki. Íslandsbanki er svo þarna á milli. Því er eðlilegt að nokkru muni í rekstrarkostnaði á milli bankanna. Hjá Íslandsbanka voru lán í vanskilum (lán með yfir 90 daga vanskil) óbreytt milli fjórðunga 6 prósent. Það hlutfall var 6,2 prósent hjá Landsbankanum í lok annars ársfjórðungs. Sama hlutfall hjá Arion banka er 5,6 prósent. Vanskilahlutfall bankanna hefur lækkað hratt síðustu ár líkt og lesa má úr ársskýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi fjármálageirans. Hlutfall lána í vanskilum var þannig 17,5 prósent í árslok 2011 og var komið í 10,6 prósent í árslok 2012. Síðustu tölur sýna því áframhald á þessari þróun, þótt hlutfall vanskilalána þyki enn hátt í alþjóðlegum samanburði. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Fréttaskýring: Hverju munar í árshlutauppgjörum viðskiptabankanna þriggja? Af viðskiptabönkunum þremur var hagnaður Landsbankans mestur fyrstu sex mánuði ársins, ríflega 15,5 milljarðar króna.Næstmestur var hagnaðurinn hjá Íslandsbanka 11,2 milljarðar, en minnstur hjá Arion banka, 5,9 milljarðar króna. Bankarnir hafa allir nýverið birt uppgjör sín. Samanlagður heildarhagnaður þeirra á fyrri helmingi ársins er rúmlega 32,6 milljarðar króna. Þá hafa þeir sameiginlega frá áramótum bætt við sig eignum upp á 69,2 milljarða króna. Eignir bankanna námu í lok árs 2012 tæplega 2.809 milljörðum króna, en voru nú í lok annars ársfjórðungs 2.878 milljarðar.Ari Freyr Hermannsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, segir í fljótur bragði ekkert óeðlilegt að sjá við hagnaðartölur viðskiptabankanna. „Það er auðvitað þannig að um stórar tölur er að ræða. Bankarnir eru með mikið eigið fé sem krefst þess að hagnaður sé mikill til að arðsemi eiginfjár sé viðunandi,“ segir hann. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir í tilkynningu bankans að afkoman hafi verið góð á öðrum fjórðungi. Hálfsársuppgjörið litist hins vegar af fyrsta fjórðungi sem hafi verið undir væntingum. Þar hafi ráðið mestu óhagfelld þróun gjaldmiðilsins og einskiptiskostnaður sem fallið hafi til hjá dótturfélagi bankans. Hann vísar þar til 500 milljóna króna sektar sem Samkeppniseftirlitið lagði á Valitor fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum. Upphæðin var bókfærð þrátt fyrir að tekist sé á um sektina fyrir dómi.Bankastjórar stóru viðskiptabankanna þriggja. Höskuldur Ólafsson stýrir Arion, Birna Einarsdóttir Íslandsbanka og Steinþór Pálsson Landsbankanum.Í afkomutilkynningu Íslandsbanka sagði Birna Einarsdóttir bankastjóri afkomuna í takt við áætlanir og jákvæð samlegðaráhrif vegna sameininga að koma fram í rekstrarreikningi bankans. Eins er í afkomutilkynningu Landsbankans haft eftir Steinþóri Pálssyni bankastjóra að rekstur bankans sé stöðugur og í samræmi við áætlanir. Hagnaður bankans sé vel viðunandi. Þá verður að líta til þess í samanburði á bönkunum að nokkur munur er á starfsemi þeirra. Þannig er til að mynda áhersla lögð á eignastýringarstarfsemi hjá Arion banka og um 100 starfmenn sem vinna við hana. Þessi starfsemi er nálægt því átta sinnum stærri en eignastýring Landsbankans, sem þó er stærri viðskiptabanki. Íslandsbanki er svo þarna á milli. Því er eðlilegt að nokkru muni í rekstrarkostnaði á milli bankanna. Hjá Íslandsbanka voru lán í vanskilum (lán með yfir 90 daga vanskil) óbreytt milli fjórðunga 6 prósent. Það hlutfall var 6,2 prósent hjá Landsbankanum í lok annars ársfjórðungs. Sama hlutfall hjá Arion banka er 5,6 prósent. Vanskilahlutfall bankanna hefur lækkað hratt síðustu ár líkt og lesa má úr ársskýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi fjármálageirans. Hlutfall lána í vanskilum var þannig 17,5 prósent í árslok 2011 og var komið í 10,6 prósent í árslok 2012. Síðustu tölur sýna því áframhald á þessari þróun, þótt hlutfall vanskilalána þyki enn hátt í alþjóðlegum samanburði.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira