Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár.
Nú fullyrðir breska blaðið The Sun að næsti sími frá fyrirtækinu komi út í maí næstkomandi. Það sem verður frábrugðið þessari útgáfu og þeim á undan er að þessi sími, iPhone 6, verður fáanlegur í mismunandi litum og stærðum.
Eins og Apple er von og vísa þá gefa þeir ekkert út fyrr en á frægum kynningum sínum, en blaðið hefur þessar upplýsingar eftir heimildarmönnum í tæknigeiranum.
Símarnir verða fáanlegir í stærðunum; Small, Medium og Large.
iPhone 5 síminn kom út í haust.
