Viðskipti innlent

Hátt í 300 sagt upp í hópuppsögnum í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kona í atvinnuleit.
Kona í atvinnuleit. Mynd/ Getty.
Níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun á nýliðnu ári. Í þessum hópuppsögnum var 293 manns sagt upp. Flestir, eða 107, misstu vinnuna í samgöngum og flutningum. Um 84% hópuppsagna á nýliðnu ári voru á höfuðborgarsvæðinu, 4% á Norðurlandi vestra og 12% á Norðurlandi eystra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×