Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. desember 2013 11:51 Hreiðar Már Sigurðsson einn sakborninga í Al-Thani málinu ásamt verjanda sínum, Herði Felix Harðarsyni, t.v. 365/GVA Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Sjálfgefið að áfrýja „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæðum. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Ólafur Ólafsson sendi tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þegar hafa tekið ákvörðun um áfrýjun. Þá ætla Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson einnig að áfrýja dómnum. Þetta kemur ekki á óvart enda er dómur yfir Hreiðari Má og Sigurði þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi.Hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Hreiðar Már sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi og þá þarf hann að greiða verjanda sínum Herði Felix 33,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Svo virðist sem dómurinn hafi dæmt í öllum tilvikum málsvarnarlaun í samræmi við tímaskýrslu verjenda. Verjendur fengu dæmdar samtals 88,7 milljónir króna í málsvarnarlaun þegar dómurinn var kveðinn upp í gær. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnarlaun á báðum dómstigum í Baugsmálinu hinn 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Ítarefni: Þungur dómur yfir KaupþingsmönnumFréttaskýring um Al-Thani máliðRagnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi.Sjálfgefið að áfrýja „Dómurinn er vonbrigði og kemur á óvart af mörgum ástæðum. Það er sjálfgefið að honum verður áfrýjað,“ segir Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar. Ólafur Ólafsson sendi tilkynningu í gær þar sem hann sagðist þegar hafa tekið ákvörðun um áfrýjun. Þá ætla Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson einnig að áfrýja dómnum. Þetta kemur ekki á óvart enda er dómur yfir Hreiðari Má og Sigurði þyngsti dómur sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi.Hæstu málsvarnarlaun sem hafa verið dæmd hér á landi Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Hreiðar Már sem var fundinn sekur um umboðssvik og markaðsmisnotkun var dæmdur í 5 og hálfs árs fangelsi og þá þarf hann að greiða verjanda sínum Herði Felix 33,5 milljónir króna í málsvarnarlaun. Svo virðist sem dómurinn hafi dæmt í öllum tilvikum málsvarnarlaun í samræmi við tímaskýrslu verjenda. Verjendur fengu dæmdar samtals 88,7 milljónir króna í málsvarnarlaun þegar dómurinn var kveðinn upp í gær. Há málsvarnarlaun í sakamáli hér á landi eru ekki óþekkt. Þannig voru Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, dæmdar 20,9 milljónir króna í málsvarnarlaun á báðum dómstigum í Baugsmálinu hinn 5. júní 2008 og greiddust þau úr ríkissjóði þar sem sýknað var af flestum ákæruliðum. Ítarefni: Þungur dómur yfir KaupþingsmönnumFréttaskýring um Al-Thani máliðRagnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira