Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2013 12:49 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar er tvíþætt. Rúmlega helmingurinn, 80 milljarðar króna, er fjármagnaður af ríkissjóði með hækkun bankaskatts á banka og fjármálafyrirtæki í slitameðferð. Síðari hlutinn, 70 milljarðar króna, er greiddur með skattfrjálsri úttekt séreignasparnaðar. Þannig getur fólk tekið út séreignasparnað upp að einni og hálfri milljóna króna án þess að greiða af því skatt. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir tjóni sveitarfélaga vegna þessara aðgerða sem felast í töpuðum útsvarstekjum. Með þessu skattfrelsi er verið að taka drjúgan hluta tekna sveitarfélaga og eyða honum. Frá því var greint í Morgunblaðinu á fimmtudag að tekjutap hins opinbera, þ.e ríkis og sveitarfélaga, næmi 24 milljörðum króna vegna þessarar aðgerðar. Þetta verða fimm milljarðar á árinu 2014 og sveitarfélögin verða af þremur milljörðum. Alls mun tekjutapið á þremur árum nema 24 milljörðum, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.Ekkert samráðHafði ríkisstjórnin samráð við sveitarfélögin áður en ákvörðun var tekin um skattfrelsi? „Nei, það var ekki gert,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og oddviti sjálfstæðismanna komandi borgarstjórnarkosningum.Eru það eðlileg vinnubrögð? „Nei, við höfum undirstrikað hvað eftir annað að við viljum vera með í ráðum þegar verið er að taka stórar ákvarðanir.“Hvað er þetta mikið sem sveitarfélögin fara á mis við? „Við erum að tala um ansi marga milljarða eins og þetta lítur út í áætlunum. Að minnsta kosti einn og hálfur milljarður króna á næsta ári og svo auðvitað inn í framtíðina töluvert. Á móti kemur, sem ég vil taka skýrt fram, að við getum líka vænst þess að þessar aðgerðir hafi veltuaukandi áhrif og þar af leiðandi tekjuaukandi áhrif. Við þurfum að vega og meta það líka.“Auðvelt fyrir Bjarna Ben að taka upp símannÞað eru hæg heimatökin fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að hafa samband við þig. Þið eruð flokksbræður, en það var ekki gert? „Nei, ekki að þessu sinni. Við erum mjög óánægðir með það hjá Sambandi sveitarfélaga. Það skiptir auðvitað engu máli hvernig ríkisstjórnin er samansett. Við viljum hafa gott samband við ríkisstjórnir og það á að sjálfsögðu við um þessa.“ Halldór segist vænta þess að haft verði samband við SÍS við undirbúning lagafrumvarps um aðgerðir. „Við viljum vera með í ráðum. Við væntum þess að þær tekjur sem sveitarfélögin verða af verði bættar af hálfu ríkisins,“ segir Halldór.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira