Lífið

Beyonce dregin af sviðinu

Beyonce var að flytja smellinn Irreplaceable þegar hún hallaði sér að áhorfendum við enda sviðsins í Sao Paolo, í Brasilíu í gær.

Myndefni af snjallasíma sem lekið var af netið sýnir mann, beran að ofan, faðma hana og draga hana svo niður af sviðinu.

Beyonce datt ofan í mannmergðina við átökin, en öryggisvörður var fljótur til og aðstoðaði hana við að komast á fætur.

Beyonce hélt áfram að syngja um leið og hún hafði náð að standa upp og sagði viðstöddum að allt væri í lagi.

Hún staldraði svo við hjá manninum sem hafði dregið hana af sviðinu. „Takk, ég elska þig líka.“

Hún hélt áfram að fullvissa aðdáandann um að allt væri í lagi og reyndi að róa mannskapinn niður áður en hún hélt áfram með tónleikana.

Beyonce er sem stendur á tónleikaferðalagi í Suður-Ameríku.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.