Handbolti

Refirnir hans Dags upp í þriðja sætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Füchse Berlin komst upp í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir þriggja marka heimasigur á SC Magdeburg í kvöld, 29-26. Füchse Berlin hefur einu stigi meira en Flensburg-Handewitt sem á leiki inni sem verður spilaður á föstudaginn.

Björgin Páll Gústavsson stóð í marki Magdeburg í þessum leik og varði meðal annars vítakast frá Rússanum Konstantin Igropulo í upphafi leiks.

Füchse Berlin tók fljótlega frumkvæðið og var komið í 10-5 eftir 19 mínútna leik. Refirnir voru síðan með fimm marka forskot í hálfleik, 16-11. Füchse var fimm mörkum yfir, 25-20, þegar 11 mínútur voru til leiksloks en þrjú mörk Magdeburg í röð komu með smá spennu í leikinn undir lokin.

Silvio Heinevetter, markvörður Füchse Berlin, varði þrjú skot í röð á lokamínútunni þegar Magdeburg gat minnkað muninn í eitt mark og Johannes Sellin skoraði síðan síðasta mark leiksins og innsiglaði sigur Füchse.

Þetta var fjórði deildarsigurinn í röð hjá Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans en liðið hefur unnið fimm af sex heimaleikjum sínum eftir HM-hléið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×