Greining Íslandsbanka spáir 1,2% hagvexti í ár 5. júní 2013 09:52 Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja þjóðhagsspá. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur hér á landi verði 1,2% á þessu ári. Þetta er hægur vöxtur í sögulegu samhengi, en meðalhagvöxtur hér á landi síðustu 30 árin er 2,5%. Þetta er jafnframt lægri hagvöxtur en aðrir sérfræðingar hafa spáð. Í tilkynningu segir að þetta sé þó ögn meiri hagvöxtur en sjá má að jafnaði í viðskiptalöndunum um þessar mundir, en þar er spáð 0,8% hagvexti að meðaltali í ár. Spá Greiningarinnar fyrir hagvöxt í ár er nokkuð lægri en spár annarra aðila sem birt hafa hagspár undanfarið og talsvert undir síðustu spá sem birtist síðastliðið haust. Frá þeim tíma hefur almennt dregið úr væntingum um hagvöxt á þessu ári. Reiknað er með að vöxturinn glæðist þegar kemur fram á næsta ár. Greiningin spáir 3,1% hagvexti 2014 og 2,7% hagvexti 2015. Verður vöxtur bæði árin rétt yfir langtímahagvexti og nokkuð yfir þeim hagvexti sem spáð er í helstu viðskiptalöndunum á næsta ári.Spáir 1,8% vexti einkaneyslu Greiningin spáir 1,8% vexti einkaneyslu í ár en að vöxturinn verði nokkuð hraðari á næstu tveimur árum, eða 2,6% árið 2014 og 2,4% árið 2015. Til grundallar þessum vexti liggur spá Greiningar um vöxt kaupmáttar launa sem reiknað er með að aukist um 2,0% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,0% á árinu 2015. Þá gerir Greiningin einnig ráð fyrir því að atvinnuástandið batni á spátímabilinu og að atvinnuleysið verði komið niður í 3,9% á árinu 2015. Spáð er hækkun á raunverði íbúðarhúsnæðis á næstu tveimur árum, þ.e. 1,9% á næsta ári og 1,7% á árinu 2015, en það mun einnig bæta fjárhag heimila. Óvissa er hins vegar enn um hvaða áhrif boðaðar aðgerðir stjórnvalda til að bæta stöðu heimilanna munu hafa þar sem þær hafa ekki verið útfærðar enn sem komið er.Fjárfesting dregst saman um 19,7% Greiningin spáir því að fjárfesting atvinnuveganna dragist saman um 19,7% í ár. Á móti fellur hins vegar 18% aukning í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og 20% aukning í fjárfestingu hins opinbera. Á komandi misserum reiknar Greiningin með því að fjárfesting í orkutengdum iðnaði fari á fullt skrið að nýju eftir nokkurt hlé. Er það ein meginforsenda þess að Greining spáir 20,2% vexti í fjárfestingum atvinnuveganna á næsta ári og 10,6% vexti árið 2015. Auk þess reiknar hún með nokkuð hröðum vexti í fjárfestingum í íbúðarhúsnæðis, eða 22,0% á næsta ári og 15,0% á árinu 2015. Mun hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna, verðhækkun íbúðarhúsnæðis, skortur á nýju húsnæði ásamt hugsanlegri eftirgjöf á skuldum heimila ýta undir íbúðafjárfestingu. Þá gerir Greiningin ráð fyrir að krónan muni veikjast og að verðbólgan verði nokkuð þrálát, 3,0% á næsta ári og 3,6% á árinu 2015. Spáð er að Seðlabankinn muni bregðast við því með frekari hækkun stýrivaxta þegar kemur fram á næsta ár. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja þjóðhagsspá. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur hér á landi verði 1,2% á þessu ári. Þetta er hægur vöxtur í sögulegu samhengi, en meðalhagvöxtur hér á landi síðustu 30 árin er 2,5%. Þetta er jafnframt lægri hagvöxtur en aðrir sérfræðingar hafa spáð. Í tilkynningu segir að þetta sé þó ögn meiri hagvöxtur en sjá má að jafnaði í viðskiptalöndunum um þessar mundir, en þar er spáð 0,8% hagvexti að meðaltali í ár. Spá Greiningarinnar fyrir hagvöxt í ár er nokkuð lægri en spár annarra aðila sem birt hafa hagspár undanfarið og talsvert undir síðustu spá sem birtist síðastliðið haust. Frá þeim tíma hefur almennt dregið úr væntingum um hagvöxt á þessu ári. Reiknað er með að vöxturinn glæðist þegar kemur fram á næsta ár. Greiningin spáir 3,1% hagvexti 2014 og 2,7% hagvexti 2015. Verður vöxtur bæði árin rétt yfir langtímahagvexti og nokkuð yfir þeim hagvexti sem spáð er í helstu viðskiptalöndunum á næsta ári.Spáir 1,8% vexti einkaneyslu Greiningin spáir 1,8% vexti einkaneyslu í ár en að vöxturinn verði nokkuð hraðari á næstu tveimur árum, eða 2,6% árið 2014 og 2,4% árið 2015. Til grundallar þessum vexti liggur spá Greiningar um vöxt kaupmáttar launa sem reiknað er með að aukist um 2,0% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,0% á árinu 2015. Þá gerir Greiningin einnig ráð fyrir því að atvinnuástandið batni á spátímabilinu og að atvinnuleysið verði komið niður í 3,9% á árinu 2015. Spáð er hækkun á raunverði íbúðarhúsnæðis á næstu tveimur árum, þ.e. 1,9% á næsta ári og 1,7% á árinu 2015, en það mun einnig bæta fjárhag heimila. Óvissa er hins vegar enn um hvaða áhrif boðaðar aðgerðir stjórnvalda til að bæta stöðu heimilanna munu hafa þar sem þær hafa ekki verið útfærðar enn sem komið er.Fjárfesting dregst saman um 19,7% Greiningin spáir því að fjárfesting atvinnuveganna dragist saman um 19,7% í ár. Á móti fellur hins vegar 18% aukning í fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og 20% aukning í fjárfestingu hins opinbera. Á komandi misserum reiknar Greiningin með því að fjárfesting í orkutengdum iðnaði fari á fullt skrið að nýju eftir nokkurt hlé. Er það ein meginforsenda þess að Greining spáir 20,2% vexti í fjárfestingum atvinnuveganna á næsta ári og 10,6% vexti árið 2015. Auk þess reiknar hún með nokkuð hröðum vexti í fjárfestingum í íbúðarhúsnæðis, eða 22,0% á næsta ári og 15,0% á árinu 2015. Mun hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna, verðhækkun íbúðarhúsnæðis, skortur á nýju húsnæði ásamt hugsanlegri eftirgjöf á skuldum heimila ýta undir íbúðafjárfestingu. Þá gerir Greiningin ráð fyrir að krónan muni veikjast og að verðbólgan verði nokkuð þrálát, 3,0% á næsta ári og 3,6% á árinu 2015. Spáð er að Seðlabankinn muni bregðast við því með frekari hækkun stýrivaxta þegar kemur fram á næsta ár.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf