Föstudagur er orðinn að nýjum frídegi hjá stórum hluta Norðmanna. Þetta sýna nýjar tölur um umferðina til og frá Ósló frá norsku járnbrautunum og vegagerðinni.
Í frétt um málið á vefsíðu Verdens Gang segir að farþegum sem koma með lestum til vinnu í Osló fækkar um 20 til 30% á föstudögum miðað við aðra virka daga. Og hvað bílaumferðina varðar sýna mælingar vegagerðarinnar á síðastliðnu ári að um 14.000 færri bílum er ekið til borgarinnar á föstudegi en öðrum virkum dögum.
Ein af ástæðunum að baki þessari fækkun er að fólk vinnur aukalega á virkum dögum til að geta tekið sér frí á föstudögum. Ennfremur sýna rannsóknir að það eru einkum fólk sem orðið er 35 ára eða eldra sem tekur sér frí á föstudögum.
Föstudagur er orðinn að nýjum frídegi í Noregi

Mest lesið

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent


Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent


Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent
