Niðurstaða kjarasamninga mun skipta miklu máli Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2013 10:59 Mynd/GVA Hagfræðideild Landsbankans segir að niðurstaða komandi kjarasamninga muni skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið og verðbólgu á Íslandi. „Komandi kjarasamningar eru einn af þeim óvissuþáttum sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir og mun niðurstaða þeirra skipta miklu,“ segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Í síðustu yfirlýsingum sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans vikið að kjarasamningum og ítrekað að ef launahækkanir verði umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði bankans verði nefndin að hækka vexti bankans í kjölfarið. „Að sama skapi hefur nefndin lýst því yfir að verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið muni verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar en gert er ráð fyrir í spám bankans og vextir verði þar með lægri en ella.“ Því sé augljóst af yfirlýsingum peningastefnunefndar að hún telur niðurstöðu kjarasamninga skipta verulega miklu fyrir stöðugleika. Í Hagsjá segir ennfremur að hér á landi sé nánast óhugsandi að gera kjarasamninga til langs tíma án endurskoðunar- eða uppsagnarákvæða. „Síðasti kjarasamningur var í rauninni þrír skammtímasamningar sem giltu til eins árs eða skemur. Launahækkun er jafnan sett inn í upphafi nýs gildistíma og er ætlað að vera gulrót til þess að letja menn til uppsagnar.“ Því næst er farið yfir sögu síðustu kjarasamninga og að staðan í dag sé hvorki ný né óvenjuleg eða slæm. „Lykilspurningin snýr greinilega að hækkun lægstu launa sem mikill þungi hefur verið lagður á. Af hálfu atvinnurekenda er bent á að kostnaðartilefni slíkra hækkana geti verið mikið sem muni auka verðbólgu.“ Verkalýðsfélögin benda á að ekki sé sanngjarnt að samningsbundin hækkun sé lág þannig að stórum hluta launaákvörðunarvalds sé vísað í einhliða ákvarðanir launagreiðenda í launaskrið. „Tíminn er hins vegar skammur og þess vegna ekki líklegt að samningar takist á þessu ári. Verulegu máli skiptir að kjarasamningar náist án átaka þar sem staða efnahagsmála er viðkvæm.“ Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans segir að niðurstaða komandi kjarasamninga muni skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið og verðbólgu á Íslandi. „Komandi kjarasamningar eru einn af þeim óvissuþáttum sem þjóðarbúið stendur frammi fyrir og mun niðurstaða þeirra skipta miklu,“ segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Í síðustu yfirlýsingum sínum hefur peningastefnunefnd Seðlabankans vikið að kjarasamningum og ítrekað að ef launahækkanir verði umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði bankans verði nefndin að hækka vexti bankans í kjölfarið. „Að sama skapi hefur nefndin lýst því yfir að verði launahækkanir í samræmi við verðbólgumarkmið muni verðbólga að öðru óbreyttu hjaðna hraðar en gert er ráð fyrir í spám bankans og vextir verði þar með lægri en ella.“ Því sé augljóst af yfirlýsingum peningastefnunefndar að hún telur niðurstöðu kjarasamninga skipta verulega miklu fyrir stöðugleika. Í Hagsjá segir ennfremur að hér á landi sé nánast óhugsandi að gera kjarasamninga til langs tíma án endurskoðunar- eða uppsagnarákvæða. „Síðasti kjarasamningur var í rauninni þrír skammtímasamningar sem giltu til eins árs eða skemur. Launahækkun er jafnan sett inn í upphafi nýs gildistíma og er ætlað að vera gulrót til þess að letja menn til uppsagnar.“ Því næst er farið yfir sögu síðustu kjarasamninga og að staðan í dag sé hvorki ný né óvenjuleg eða slæm. „Lykilspurningin snýr greinilega að hækkun lægstu launa sem mikill þungi hefur verið lagður á. Af hálfu atvinnurekenda er bent á að kostnaðartilefni slíkra hækkana geti verið mikið sem muni auka verðbólgu.“ Verkalýðsfélögin benda á að ekki sé sanngjarnt að samningsbundin hækkun sé lág þannig að stórum hluta launaákvörðunarvalds sé vísað í einhliða ákvarðanir launagreiðenda í launaskrið. „Tíminn er hins vegar skammur og þess vegna ekki líklegt að samningar takist á þessu ári. Verulegu máli skiptir að kjarasamningar náist án átaka þar sem staða efnahagsmála er viðkvæm.“
Mest lesið Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Neytendur „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira