Viðskipti innlent

Lánum í endurskipulagningu fækkar hjá Íslandsbanka

Óli Kristján Ármannsson skrifar
125 milljóna tap var á aflagðri starfsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi. Á liðinn hafa helst áhrif eignasafn Miðengis og minni áhrif af leigutekjum og tekjum frá fullnustueignum, segir í afkomutilkynningu bankans.
125 milljóna tap var á aflagðri starfsemi Íslandsbanka á þriðja fjórðungi. Á liðinn hafa helst áhrif eignasafn Miðengis og minni áhrif af leigutekjum og tekjum frá fullnustueignum, segir í afkomutilkynningu bankans. Fréttablaðið/Vilhelm
Hlutfall lána í endurskipulagningu (LPA-hlutfall) hjá Íslandsbanka hefur lækkað hratt síðustu misseri og var í lok september komið í 9,8 prósent, að því er fram kemur í uppgjöri sem bankinn birti í gær.

Í september 2012 var hlutfallið 17,4 prósent og 44 prósent árið 2009. Þá var hlutfall lána bankans sem var í meira en 90 daga vanskilum komið niður í fimm prósent í lok þriðja fjórðungs 2013.

Frá stofnun bankans hafa um 35 þúsund einstaklingar og um 4.100 fyrirtæki fengið afskriftir, eftirgjafir eða leiðréttingar á skuldum sem nema um 524 milljörðum króna. Hlutur einstaklinga í þeirri upphæð er 111 milljarðar eða rúmur fimmtungur.

Fyrirtækin eiga tæp 78 prósent, 413 milljarða króna. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka er hlutfall afskrifta til fyrirtækja og einstaklinga nokkurn veginn í samræmi við útlánasamsetningu bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×