Viðskipti innlent

Mál Más gegn Seðlabankanum flutt í Hæstarétti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að brotið hafi verið á rétti hans þegar launin voru lækkuð.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur að brotið hafi verið á rétti hans þegar launin voru lækkuð.
Mál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn Seðlabankanum verður flutt í Hæstarétti á miðvikudaginn. Már tók við stöðu seðlabankastjóra haustið 2009. Í sama mánuði var lögum um kjararáð, sem seðlabankastjóri heyrir undir, breytt. Laun voru lækkuð og inn í lögin var tekið ákvæði um að laun embættismanna yrði ekki hærri en laun forsætisráðherra.

Már segist aftur á móti hafa kynnt sér starfskjör áður en hann sótti um og að lögum um kjararáð hafi verið breytt eftir að gengið var frá ráðningu hans. Hann krafðist því leiðréttingar. Hann stefndi Seðlabankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur en dómur féll Seðlabankanum í vil. Hann áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×