590 milljóna hagnaður hjá MP Banka Jón Július Karlsson skrifar 5. nóvember 2013 16:19 MP banki í Borgartúni. Mynd/Arnaldur Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta. Það er aukning ef borið er saman við síðasta ár þegar bankinn skilaði 372 milljónum í hagnað á sama tímabili. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatt nam 501 milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Fjárfestingatekjur og hlutdeildartekjur voru lægri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur voru eilítið lægri og þóknanatekjur 23% hærri. Hlutfall vaxta- og þóknanatekna hefur því farið hækkandi og námu þær 87% af hreinum rekstrartekjum fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 351 milljón króna milli ára eða um 16% sem skýrist einkum af aukinni starfsemi og hærri álögum, en fjársýsluskattur var hækkaður á árinu. Meðalfjöldi stöðugilda móðurfélagsins var 107 í lok september, samanborið við 96 á sama tíma í fyrra.Bankinn vaxið mikið „Þetta uppgjör er til vitnis um góðan árangur mikilvægustu tekjusviða MP banka. Eignastýring bankans hefur skilað viðskiptavinum góðri ávöxtun, hlutdeild miðlunar bankans á verðbréfamarkaði var góð og uppbygging gjaldeyrismiðlunar hefur gengið hraðar er við áttum von á. Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita atvinnulífinu úrvals bankaþjónustu sem byggir á sérþekkingu og færni starfsmanna. Bankinn hefur vaxið mikið á þessum tíma og náð árangri, afkoma hefur verið jákvæð og lausafjár- og eiginfjárstaða er góð. Um leið hafa þóknanatekjur aukist þar sem við höfum unnið vel að því að viðhalda sterkri stöðu bankans á verðbréfamarkaði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Heildareignir hafa dregist saman frá áramótum og námu 63 milljörðum króna í lok september. Útlán hafa lítið breyst á tímabilinu og námu 27,2 milljörðum króna. Innlán, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum, námu 45,1 milljörðum króna.Lausafjárstaða áfram sterk Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en bankinn hafði 20,4 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hlutafé bankans var aukið um 300 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og nam eigið fé bankans 6,1 milljarði króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall MP banka hefur hækkað frá áramótum og var 14,2% í lok september en lögboðið lágmark er 8%. Allt eigið fé bankans fellur undir eiginfjárþátt A. Hluthafar bankans eru 49 talsins og á enginn einn hluthafi yfir 10% af heildarhlutafé. Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Rekstur MP banka hefur gengið vel í ár og á fyrstu níu mánuðum ársins hefur bankinn skilað 590 milljón króna hagnaði eftir skatta. Það er aukning ef borið er saman við síðasta ár þegar bankinn skilaði 372 milljónum í hagnað á sama tímabili. Hagnaður fyrir tekju- og bankaskatt nam 501 milljón króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Fjárfestingatekjur og hlutdeildartekjur voru lægri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Vaxtatekjur voru eilítið lægri og þóknanatekjur 23% hærri. Hlutfall vaxta- og þóknanatekna hefur því farið hækkandi og námu þær 87% af hreinum rekstrartekjum fyrstu níu mánuði ársins. Rekstrarkostnaður hefur hækkað um 351 milljón króna milli ára eða um 16% sem skýrist einkum af aukinni starfsemi og hærri álögum, en fjársýsluskattur var hækkaður á árinu. Meðalfjöldi stöðugilda móðurfélagsins var 107 í lok september, samanborið við 96 á sama tíma í fyrra.Bankinn vaxið mikið „Þetta uppgjör er til vitnis um góðan árangur mikilvægustu tekjusviða MP banka. Eignastýring bankans hefur skilað viðskiptavinum góðri ávöxtun, hlutdeild miðlunar bankans á verðbréfamarkaði var góð og uppbygging gjaldeyrismiðlunar hefur gengið hraðar er við áttum von á. Frá því við kynntum kjörorð okkar „banki atvinnulífsins“ höfum við kappkostað að veita atvinnulífinu úrvals bankaþjónustu sem byggir á sérþekkingu og færni starfsmanna. Bankinn hefur vaxið mikið á þessum tíma og náð árangri, afkoma hefur verið jákvæð og lausafjár- og eiginfjárstaða er góð. Um leið hafa þóknanatekjur aukist þar sem við höfum unnið vel að því að viðhalda sterkri stöðu bankans á verðbréfamarkaði,“ segir Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka. Heildareignir hafa dregist saman frá áramótum og námu 63 milljörðum króna í lok september. Útlán hafa lítið breyst á tímabilinu og námu 27,2 milljörðum króna. Innlán, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum, námu 45,1 milljörðum króna.Lausafjárstaða áfram sterk Lausafjárstaða bankans er áfram sterk og vel yfir kröfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans en bankinn hafði 20,4 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hlutafé bankans var aukið um 300 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og nam eigið fé bankans 6,1 milljarði króna í lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall MP banka hefur hækkað frá áramótum og var 14,2% í lok september en lögboðið lágmark er 8%. Allt eigið fé bankans fellur undir eiginfjárþátt A. Hluthafar bankans eru 49 talsins og á enginn einn hluthafi yfir 10% af heildarhlutafé.
Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira