Þetta kom fyrir eiganda Revenant Super Carrier skipsins í EVE Online, en það er eitt sjaldgæfasta skipið í leiknum. Það er orðið vel þekkt að hlutir í leiknum ganga kaupum og sölum fyrir pening í raunheimum, en þetta tiltekna skip er hinsvegar metið á 8-9.000 bandaríkjadali, jafnvirði meira en milljón íslenskra króna.
Skip af þessu tagi hefur aldrei verið eyðilagt í leiknum og það hefði ef til vill ekki gerst nema vegna þess að vinur eigandans og meðspilari leiddi hann í gildru óvinaliðs með fyrrgreindum afleiðingum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af atvikinu. Þar sjást tugir, ef ekki hundruð, skipa í liði svikarans. Þau láta sprengjur og leysigeisla dynja á hinu risastóra skipi þar til það springur. Þar með varð eigandi skipsins af andvirði þess.
Nánar er fjallað um málið á Forbes.