Viðskipti innlent

WOW Air sækir um flugrekstrarleyfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skúli Mogensen mætir með gögn til Flugmálastjórnar.
Skúli Mogensen mætir með gögn til Flugmálastjórnar.
WOW air lagði formlega inn umsókn fyrir flugrekstrarleyfi til handa félaginu ásamt umbeðnum handbókum. Þess má geta að heildarblaðsíðufjöldi umbeðinna handbóka eru rúmlega 7500 blaðsíður. Flugmálastjóri Pétur Maack og hans næstráðendur  tóku á móti gögnunum hjá Flugmálastjórn Íslands.

Búast má við að þetta sé síðasta umsókn sem Flugmálastjórn Íslands fær um flugrekstrarleyfi áður en stofnunin mun renna inn í Samgönugstofu Íslands ásamt Vegagerðinni, Siglingamálastofun, Umferðastofu og Flugmálastjórn.

Í tilkynningu frá WOW air segir að umsókn um flugrekstrarleyfi sé liður í því að styrkja og treysta rekstur WOW air sem hyggst í framtíðinni reka sína eigin flugvélar og fljúga til Norður Ameríku. Til þess þurfi félagið að hafa sitt eigið flugrekstrarleyfi og með tilkomu leyfisins geti WOW air hafið daglegt flug til Norður Ameríku frá vori 2014. Meira en 20 ár séu liðin síðan sótt var síðast um flugrekstrarleyfi til handa félagi sem stundar áætlunarflug til og frá Íslandi.

„Umsókn okkar um flugrekstrarleyfi mun brjóta blað í sögu okkar félags og við höfum lagt mikinn metnað í gerð handbóka og annarra umbeðinna gagna. Þetta mun styrkja stoðir félagsins og sýna almenningi að með þessu er kominn verðugur valkostur í samgöngum til og frá Íslandi" segir Björn Ingi Knútsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs í tilkynningu frá WOW air.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×