Viðskipti innlent

Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði

Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ákæran gegn þeim snýr að brotum gegn lögum um hlutafélög þegar einungis einn milljarður kr. var greiddur fyrir hlut í Existu sem var 50 milljarðar kr. að nafnvirði. 

Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Exista, var ákærður fyrir brot á hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir hlut í Existu sem var 50 milljarðar að nafnvirði.

Þá eru Lýður og Bjarnfreður Ólafsson lögmaður ákærðir fyrir að hafa vísvitandi skýrt rangt og villandi frá hækkun á hlutafé Exista þegar send var tilkynning til hlutafélagaskrár 8. desember 2008.

Fram kom í frétt á vísir.is í síðasta mánuði að tveir endurskoðendur hjá Deloitte segjast hafa lagst gegn hlutafjáraukningu Exista í lok árs 2008. Frá þessu greindu þeir í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara þegar málið var til rannsóknar.

Bæði Lýður og Bjarnfreður neita sök í málinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.