Bjarnfreður var fullur efasemda Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 11:26 Bjarnfreður Ólafsson, lengst til hægri á myndinni, er ákærður fyrir að hafa sent inn falska tilkynningu um viðskiptin. Mynd/ Stefán. Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50