Bjarnfreður var fullur efasemda Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 11:26 Bjarnfreður Ólafsson, lengst til hægri á myndinni, er ákærður fyrir að hafa sent inn falska tilkynningu um viðskiptin. Mynd/ Stefán. Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50