Eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag orðinn 87 ára gamall 28. maí 2013 07:23 Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ingvar Kamprad stofnandi og eigandi IKEA vinnur enn fullan vinnudag þótt hann sé orðinn 87 ára gamall. Kamprad segir í viðtali við Aftonbladet að hann muni vinna á meðan hann geti staðið uppréttur. Jafnframt að það sé nauðsynlegt að byrja daginn snemma, annars komi maður engu í verk. Kamprad hefur forðast sviðsljósið á undanförnum árum eða eftir að hann flutti lögheimili sitt til Sviss. Hann reynir þó að eyða eins miklum tíma og hann getur í Svíþjóð, einkum yfir sumartímann. Í viðtalinu kemur fram að Kamprad ferðast mikið um heiminn í viðskiptaerindum. Viðtalið fór hinsvegar fram í þorpinu Agunnaryd í Smálöndunum þar sem Kamprad er fæddur. Daginn sem viðtalið var tekið átti Kamprad að vera á fundi í Zurich en vildi heldur vera viðstaddur opnun nýrrar þjónustu- og verslunarmiðstöðvar í grennd við fæðingarþorp sitt. Hann taldi sig hugsanlega geta nýtt sér opnunartilboðin þar. Sem kunnugt er af fréttum er Kamprad í hópi auðugustu manna heimsins. Hann var í fimmta sæti á milljarðamæringalista Bloomberg í fyrra. Auðæfi hans voru þá metin á yfir 46 milljarða dollara. Þessi upphæð samsvarar ríflega þrefaldri landsframleiðslu Íslands.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira