Lífið

Gaf veikum nemanda eiginhandaráritun

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Matthías og Jón Marteinn glaðir með goðinu.
Matthías og Jón Marteinn glaðir með goðinu.
Tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson hefur verið að spila og syngja í leik- og grunnskólum Árborgar upp á síðkastið, þar á meðal á Stokkseyri.

Einn nemanda vantaði þegar Eyþór kom fram á Stokkseyri, hann Matthías Fossberg Matthíasson, en hann var rúmfastur með lungnabólgu þegar Eurovision-goðið þandi raddböndin. Eyþór brá því á það ráð að heimsækja piltinn og gaf honum eiginhandaráritun. Það vakti vægast sagt mikla lukku, ekki aðeins hjá Matthíasi heldur líka hjá bróður hans, Jóni Marteini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.