Viðskipti innlent

Skuldir aukast um ellefu milljarða í ár

Stjórnvöld munu auka skuldir ríkissjóðs um ellefu milljarða króna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirliti um lántökur ríkissjóðs á næsta ári sem birt hefur verið á vefsíðu Kauphallarinnar og ábendingum frá fjármálaráðuneytinu.

Þar segir að hrein innlend lánsfjárþörf ríkissjóðs sé áætluð 41 milljarður króna. Þá er búið að taka tillit til þeirra 13 milljarða króna sem settar verða inn í Íbúðalánasjóð. Þeir milljarðar verða greiddir með afhendingu skuldabréfs en ekki í gegnum almennt útboð.

Heildarlánsþörf ríkissjóðs á árinu nemur 173 milljörðum króna. Henni er að stærstum hluta mætt með útgáfu á nýjum ríkisbréfum og víxlum á móti þeim sem koma til greiðslu eða fyrir 132 milljarða kr. Af upphæðinni má nefna 90 milljarða króna skuldabréfaútgáfu og 40 milljarða kr. í ríkisvíxlum.

Þá ætlar ríkissjóður að taka út 30 milljarða króna af reikningi sínum í Seðlabankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×