Seðlabankinn greip inn í viðskipti á Gamlársdag Magnús Halldórsson skrifar 2. janúar 2013 18:30 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Krónan hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár, en Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyrir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans er nú hægt að fá 208 krónur fyrir pundið, og tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu. Á dögunum milli jóla og nýárs voru lífleg viðskipti á millibankamarkaði, sem leiddu til skarprar veikingar krónunnar, en krónan veiktist um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum á fyrrnefndu tímabili. Gengi krónunnar snertir almenning í landinu ekki síst, þar sem það hefur mikil áhrif á verðbólgu og þar með verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands, gagnvart helstu viðskiptamyntum, er nú hægt að fá 208 krónur fyrir hvert pund, tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu, 169 krónur fyrir evruna og 128 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal. Á Gamlársdag voru gjaldeyrisviðskipti einkar lífleg, og beitti Seðlabanki Íslands sér á markaði með því að eiga viðskipti á markaði upp á sex milljónir evra, eða ríflega einn milljarð króna. Þetta er í fyrsta skipti sem hann beitir inngripum á markaði síðan 6. mars í fyrra. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir veikinguna milli jóla og nýárs hafa verið skarpa. „Seðlabankinn hefur séð ástæðu til þess að eiga viðskipti, líklega vegna þessarar skörpu veikingar. Hann hefur ákveðið að grípa í taumana." Jón Bjarki Bentsson segir að erfitt að greina það nákvæmlega, hvers vegna krónan veiktist svo mikið á fáum dögum milli jóla og nýárs, en ekki sé hægt að útiloka að sú staðreynd að áramót voru að koma upp hafi skipt þar máli, en margir reyni að stilla af viðskiptastöðu sína þegar kemur að áramótum, og gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á efnahagsreikning um áramót. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri segir, að seðlabankinn hafi ákveðið að eiga viðskipti á markaði, á fyrrnefndum tíma, þar sem um skammtímaaðstæður á markaði hafi verið að ræða. „Við höfum átt viðskipti á markaði við sambærilegar aðstæður áður," segir Már. Hann segir krónuna vera undir þrýstingi vegna gjalddaga á lánum fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki geti endurfjármagnað skuldir í erlendri mynt og þurfi því að greiða upp háa gjalddaga. Sú staða muni vara eitthvað áfram, en erfitt sé að segja til um hvort krónan muni styrkja eða veikjast á næstunni. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Krónan hefur ekki verið veikari í tæplega tvö ár, en Seðlabanki Íslands átti viðskipti fyrir um sex milljónir evra, ríflega milljarð króna, til þess að vinna gegn hraðri veikingu krónunnar milli jóla og nýárs. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabankans er nú hægt að fá 208 krónur fyrir pundið, og tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu. Á dögunum milli jóla og nýárs voru lífleg viðskipti á millibankamarkaði, sem leiddu til skarprar veikingar krónunnar, en krónan veiktist um tæplega þrjú prósent á fimm viðskiptadögum á fyrrnefndu tímabili. Gengi krónunnar snertir almenning í landinu ekki síst, þar sem það hefur mikil áhrif á verðbólgu og þar með verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja. Samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands, gagnvart helstu viðskiptamyntum, er nú hægt að fá 208 krónur fyrir hvert pund, tæplega 23 krónur fyrir hverja danska krónu, 169 krónur fyrir evruna og 128 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal. Á Gamlársdag voru gjaldeyrisviðskipti einkar lífleg, og beitti Seðlabanki Íslands sér á markaði með því að eiga viðskipti á markaði upp á sex milljónir evra, eða ríflega einn milljarð króna. Þetta er í fyrsta skipti sem hann beitir inngripum á markaði síðan 6. mars í fyrra. Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir veikinguna milli jóla og nýárs hafa verið skarpa. „Seðlabankinn hefur séð ástæðu til þess að eiga viðskipti, líklega vegna þessarar skörpu veikingar. Hann hefur ákveðið að grípa í taumana." Jón Bjarki Bentsson segir að erfitt að greina það nákvæmlega, hvers vegna krónan veiktist svo mikið á fáum dögum milli jóla og nýárs, en ekki sé hægt að útiloka að sú staðreynd að áramót voru að koma upp hafi skipt þar máli, en margir reyni að stilla af viðskiptastöðu sína þegar kemur að áramótum, og gengi krónunnar geti haft mikil áhrif á efnahagsreikning um áramót. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri segir, að seðlabankinn hafi ákveðið að eiga viðskipti á markaði, á fyrrnefndum tíma, þar sem um skammtímaaðstæður á markaði hafi verið að ræða. „Við höfum átt viðskipti á markaði við sambærilegar aðstæður áður," segir Már. Hann segir krónuna vera undir þrýstingi vegna gjalddaga á lánum fyrirtækja og sveitarfélaga sem ekki geti endurfjármagnað skuldir í erlendri mynt og þurfi því að greiða upp háa gjalddaga. Sú staða muni vara eitthvað áfram, en erfitt sé að segja til um hvort krónan muni styrkja eða veikjast á næstunni.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira