Fimmfalt fleiri póstsendingar frá Kína en í fyrra Þorgils Jónsson skrifar 16. nóvember 2013 00:00 Póstsendingum frá Kína hefur fjölgað gífurlega það sem af er ári. Álagið á starfsfólk Póstsins hefur því aukist verulega. FRéttablaðið/Arnþór Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“ Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Sannkölluð sprenging hefur verið í póstsendingum til Íslands frá Kína síðasta árið þar sem sendingar fyrstu tíu mánuði ársins 2013 voru rúmlega fimmfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Póstinum. Á sama tíma hefur sendingum frá Evrópu fjölgað lítillega. Skýringa er að mestu að leita í gríðarlegri aukningu á pöntunum einstaklinga í gegnum sölusíður á borð við Aliexpress. Þó opinberar tölur liggi ekki fyrir herma heimildir Fréttablaðsins að á sjöunda þúsund slíkra sendingar hafi borist til landsins í október. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins, segir í samtali við Fréttablaðið að þessi þróun hafi komið á óvart, en nú sé gert ráð fyrir enn frekari aukningu í þessum málum. „Þetta hefur haft í för með sér gríðarlegt álag á starfsfólk Póstsins.“ Viðbúið er að þessi stóraukni innflutningur frá Kína muni koma niður á verslunum hér á landi, þar eð vöruverð á kínversku síðunum er talsvert lægra en smásöluverð hér á landi. Er enda talsvert af þeirri vöru fölsuð merkjavara. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir þessar tölur ekki koma sér á óvart miðað við umræðuna. Hann óttast áhrif á þær tegundir verslana sem eru viðkvæmari fyrir slíkri samkeppni. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af samkeppni í fatnaði og smærri raftækjum og íhlutum í síma. Það eru hreinar línur og óhjákvæmilegt annað, miðað við þetta umfang, en að þetta komi einhvers staðar niður.“Tækifæri með fríverslunarsamningi Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína liggur nú fyrir Alþingi og verður að öllum líkindum staðfestur á næstu dögum eða vikum. Með gildistöku hans falla niður tollar á vörur sem fluttar eru inn beint frá Kína. Andrés segir, aðspurður hvort ekki verði tækifæri fyrir íslenskar verslanir að ná hagstæðara verði með því að skipta beint við birgja í Kína, að svo gæti verið. „Við höfum bent okkar fyrirtækjum á að kanna þann kost til hlítar eftir að samningurinn tekur gildi. Við sjáum ekki betur en að ef menn nýta að fullu það hagræði sem hægt er að fá af honum muni hann koma íslenskum innflytjendum til góða.“
Mest lesið Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira