Kostir fleiri en gallar fyrir níu af tíu 4. júlí 2013 07:00 Frá fundi með Maríu Damaniki, framkvæmdastjóra sjávarútvegsmála ESB. Doktor í stjórnmálahagfræði segir að í aðildarsamningi Íslands verði að tryggja að tillögur fiskifræðinga um hámarksafla haldi. Fréttablaðið/Valli Kostir við aðild að Evrópusambandinu (ESB) eru fleiri en ókostirnir fyrir að minnsta kosti 90 prósent þjóðarinnar. Þetta er mat Magnúsar Bjarnasonar, doktors í stjórnmálahagfræði. Í grein sem Magnús ritaði nýverið í efnahagsritið Vísbendingu fer Magnús yfir þau atriði sem upp á vantar að EES aðild Íslands jafngildi fullri ESB-aðild. „Tollabandalagið stuðlar að ódýrari og einfaldari inn- og útflutningi en ella með auknum viðskiptum og samkeppni,“ segir hann og bætir við að andstaða við tollabandalagið jafngildi stuðningi við höft. „Hverjir vilja þau? Varla aðrir en einokunarkaupmenn.“ Þá segir Magnús að Íslendingar myndu, líkt og Svíar og Finnar, geta styrkt landbúnað umfram það sem almennt gerist í ESB vegna þess að um heimskautalandbúnað væri að ræða. Þá sé ekki að sjá að ný aðildarríki ESB hafi lent í vandræðum vegna dýra- og plöntusjúkdóma, enda sé heilbrigðiseftirlit strangt í Evrópu. „Andstaðan kemur einkum frá þeim sem lifa af styrkum og fela sig bakvið tollvernd,“ segir hann. Að mati Magnúsar er lítil tormerki á því að afnema takmarkanir á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi og bendir á að fram að hruni 2008 hafi ekkert bannað eigendum sjávarútvegsfyrirtækja að flytja hagnað sinn úr landi og fjárfesta erlendis. „Og sumir gerðu það,“ segir hann. Svo framarlega sem rányrkja yrði útilokuð og skilyrði sett um ráðstöfun arðs yrði ESB-aðild ekki vandamál fyrir sjávarútveginn. Magnús bendir líka á að ríki geti gengið í ESB með efnhagsmál í ólestri og tekið þátt í öllu samstarfi nema myntsamstarfinu. „Oftast þurfa þjóðirnar að taka sig á í efnahagsmálum til að taka upp evruna sem gjaldmiðil.“ Í doktorsritgerð Magnúsar frá árinu 2010 segir hann að til langs tíma, og að því gefnu að samkomulag náist um nauðsynlega vernd fiskistofna, megi gera ráð fyrir að hagvöxtur yrði hér sex til sjö prósentum meiri innan ESB en utan. Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Kostir við aðild að Evrópusambandinu (ESB) eru fleiri en ókostirnir fyrir að minnsta kosti 90 prósent þjóðarinnar. Þetta er mat Magnúsar Bjarnasonar, doktors í stjórnmálahagfræði. Í grein sem Magnús ritaði nýverið í efnahagsritið Vísbendingu fer Magnús yfir þau atriði sem upp á vantar að EES aðild Íslands jafngildi fullri ESB-aðild. „Tollabandalagið stuðlar að ódýrari og einfaldari inn- og útflutningi en ella með auknum viðskiptum og samkeppni,“ segir hann og bætir við að andstaða við tollabandalagið jafngildi stuðningi við höft. „Hverjir vilja þau? Varla aðrir en einokunarkaupmenn.“ Þá segir Magnús að Íslendingar myndu, líkt og Svíar og Finnar, geta styrkt landbúnað umfram það sem almennt gerist í ESB vegna þess að um heimskautalandbúnað væri að ræða. Þá sé ekki að sjá að ný aðildarríki ESB hafi lent í vandræðum vegna dýra- og plöntusjúkdóma, enda sé heilbrigðiseftirlit strangt í Evrópu. „Andstaðan kemur einkum frá þeim sem lifa af styrkum og fela sig bakvið tollvernd,“ segir hann. Að mati Magnúsar er lítil tormerki á því að afnema takmarkanir á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi og bendir á að fram að hruni 2008 hafi ekkert bannað eigendum sjávarútvegsfyrirtækja að flytja hagnað sinn úr landi og fjárfesta erlendis. „Og sumir gerðu það,“ segir hann. Svo framarlega sem rányrkja yrði útilokuð og skilyrði sett um ráðstöfun arðs yrði ESB-aðild ekki vandamál fyrir sjávarútveginn. Magnús bendir líka á að ríki geti gengið í ESB með efnhagsmál í ólestri og tekið þátt í öllu samstarfi nema myntsamstarfinu. „Oftast þurfa þjóðirnar að taka sig á í efnahagsmálum til að taka upp evruna sem gjaldmiðil.“ Í doktorsritgerð Magnúsar frá árinu 2010 segir hann að til langs tíma, og að því gefnu að samkomulag náist um nauðsynlega vernd fiskistofna, megi gera ráð fyrir að hagvöxtur yrði hér sex til sjö prósentum meiri innan ESB en utan.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira