Góður svefn er nauðsynlegur fyrir nám og minni. Illa sofin erum við líklegri til þess að borða óhollari fæðu sem gefur okkur skyndiorku. Það er margt sem við getum gert til þess að bæta svefninn. Hér koma þrjú mikilvæg atriði sem hafa ber í huga.
1. Regla á svefntíma. Mikilvægt er að fara að sofa á svipuðum tíma og vakna á svipuðum tíma. Þessi regla gildir einnig á frídögum.
2. Forðumst daglúra. Það er mikilvægt að dotta ekki yfir daginn svo við náum að sofna á réttum tíma á kvöldin.
3. Minnka stress þegar kemur að háttatíma. Aðdragandi svefns ætti að vera rólegur og ávallt með svipuðum hætti. Til dæmis er áreiti frá ljósi eða tölvu ekki hentugt stuttu fyrir svefninn.
Góður svefn er mikilvægur
