Handbolti

Sjö íslensk mörk þegar Kiel fór áfram í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson.
Eitt Íslendingalið fór áfram í þýska bikarnum í kvöld og tvö duttu úr leik þegar átta liða úrslit keppninnar kláruðust. THW Kiel komst í undanúrslitin en bæði Minden og Eisenach eru úr leik.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk og Aron Pálmarsson var með þrjú mörk þegar THW Kiel vann 30-22 sigur á útivelli á móti GWD Minden. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Minden-liðið.

Í hinum leik kvöldsins vann MT Melsungen 31-25 útisigur á Aðalsteini Eyjólfsson og lærisveinum hans í ThSV Eisenach. Hannes Jón Jónsson átti flottan leik og skoraði sex mörk fyrir Eisenach í kvöld.

SG Flensburg-Handewitt og HSV Hamburg komust í undanúrslitin fyrr í vikunni en þá datt Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×