Kom bara heim til að kjósa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2013 07:30 Claes Hellgren og Ólafur Stefánsson slá á létta strengi í Vodafone-höllinni í gær.fréttablaðið/stefán Aðeins fáeinum dögum eftir að Valur tryggði sæti sitt í N1-deild karla fyrir næstu leiktíð var Ólafur Stefánsson, nýr þjálfari liðsins, mættur til landsins til að stýra sinni fyrstu æfingu. „Ég kom nú reyndar bara heim til að kjósa – horfa á Silfur Egils og Kastljós,“ sagði hann í léttum dúr. „Svo er internetið úti svo lélegt að það gekk ekkert annað en að koma heim.“ Ólafur er nú að spila í Katar sem kunnugt er en hann varð meistari með félagsliði sínu þar á dögunum. Það eru þó enn tvær bikarkeppnir sem á eftir að klára og mun því Ólafur aftur halda utan í byrjun næsta mánaðar. Hann er svo alkominn heim um miðjan júní. Fyrr í vetur var tilkynnt að Ólafur muni stýra liði Vals en hann gerði þá tveggja ára samning við félagið. Hann er þegar búinn að mynda þjálfarateymi en honum til aðstoðar verða Ragnar Óskarsson og Claes Hellgren, markvarðaþjálfari og fyrrverandi leikmaður sænska landsliðsins. „Claes mun koma til landsins af og til en aðallega sinna markvörðunum með fjarþjálfun. Markvarðaþjálfun er ein af mínum mörgu veiku hliðum og ég er að reyna að safna mér þeirri þekkingu sem mig vantar,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hefði þegar lært margt af Hellgren.Markverðir í annarri íþrótt „Það er eitthvað sem ég hefði átt að læra fyrir löngu, fyrir 20 árum eða svo, hvernig þeir hugsa. Markverðirnir eru auðvitað í allt öðru sporti en við hinir,“ sagði hann. Honum líst vel á það verkefni sem hann er að koma af stað hjá Val. „Þetta eru flottir leikmenn sem við erum með og langflestir verða líklega áfram. Það gæti svo gerst að við fengjum einhverja hjálp og þá líklega að utan,“ sagði Ólafur og vildi lítið segja um hvort hann myndi fá til liðsins stórar kempur úr heimi handboltans. „Ætli ég leyfi þeim flestum ekki að vera í friði. Það er þó aldrei að vita nema einhver nöfn detti inn.“Fall hefði engu breytt Valur þurfti að fara í gegnum umspil til að halda sæti sínu í deildinni og vann Stjörnuna í úrslitum eftir tvo spennandi leiki. „Ég var auðvitað ánægður með það en Stjarnan var að spila vel og hefðu vel getað unnið þetta. Ég samdi auðvitað við Val með þessari óvissu um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. En það hefði svo sem engu breytt enda æfingarnar alveg jafn góðar fyrir því.“ Og sem fyrr segir er Ólafur þegar byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Nú er þetta allt saman að byrja. Það er hægt að æfa alls kyns hluti strax í dag – aðallega það sem snýr að líkamlega þættinum sem hægt er að sinna í fjarþjálfun. Þegar ég er svo á staðnum verður farið meira út í aðra þætti. En tíminn er byrjaður að „tikka“ hjá okkur.“ Allt annar hugsunargangur í KatarÓlafur Stefánsson er nú á mála hjá Lakhwiya í Katar og klárar tímabilið ytra áður en hann snýr alfarið aftur heim í júní. „Gæðin í þessari deild eru ágætlega mikil,“ sagði hann um handboltann í Katar. „Það er verið að ná í fræga leikmenn og sú þróun mun halda áfram. Ég spilaði til dæmis við Nikolaj Markussen um daginn og það er alveg klárt að það eru fleiri sterkir á leið út,“ sagði Ólafur en Markussen er danskur landsliðsmaður sem var hjá Atletico Madrid. Hann segir að þessi þróun geti vel verið jákvæð fyrir handboltaíþróttina. „Það kemur svo ljós hvernig þetta verður eftir HM 2015 [sem haldið verður í Katar]. Það er allt annar hugsunargangur í gangi þarna úti og menn eiga erfitt með að plana lengra fram í tímann en nokkra mánuði.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Aðeins fáeinum dögum eftir að Valur tryggði sæti sitt í N1-deild karla fyrir næstu leiktíð var Ólafur Stefánsson, nýr þjálfari liðsins, mættur til landsins til að stýra sinni fyrstu æfingu. „Ég kom nú reyndar bara heim til að kjósa – horfa á Silfur Egils og Kastljós,“ sagði hann í léttum dúr. „Svo er internetið úti svo lélegt að það gekk ekkert annað en að koma heim.“ Ólafur er nú að spila í Katar sem kunnugt er en hann varð meistari með félagsliði sínu þar á dögunum. Það eru þó enn tvær bikarkeppnir sem á eftir að klára og mun því Ólafur aftur halda utan í byrjun næsta mánaðar. Hann er svo alkominn heim um miðjan júní. Fyrr í vetur var tilkynnt að Ólafur muni stýra liði Vals en hann gerði þá tveggja ára samning við félagið. Hann er þegar búinn að mynda þjálfarateymi en honum til aðstoðar verða Ragnar Óskarsson og Claes Hellgren, markvarðaþjálfari og fyrrverandi leikmaður sænska landsliðsins. „Claes mun koma til landsins af og til en aðallega sinna markvörðunum með fjarþjálfun. Markvarðaþjálfun er ein af mínum mörgu veiku hliðum og ég er að reyna að safna mér þeirri þekkingu sem mig vantar,“ sagði Ólafur og bætti við að hann hefði þegar lært margt af Hellgren.Markverðir í annarri íþrótt „Það er eitthvað sem ég hefði átt að læra fyrir löngu, fyrir 20 árum eða svo, hvernig þeir hugsa. Markverðirnir eru auðvitað í allt öðru sporti en við hinir,“ sagði hann. Honum líst vel á það verkefni sem hann er að koma af stað hjá Val. „Þetta eru flottir leikmenn sem við erum með og langflestir verða líklega áfram. Það gæti svo gerst að við fengjum einhverja hjálp og þá líklega að utan,“ sagði Ólafur og vildi lítið segja um hvort hann myndi fá til liðsins stórar kempur úr heimi handboltans. „Ætli ég leyfi þeim flestum ekki að vera í friði. Það er þó aldrei að vita nema einhver nöfn detti inn.“Fall hefði engu breytt Valur þurfti að fara í gegnum umspil til að halda sæti sínu í deildinni og vann Stjörnuna í úrslitum eftir tvo spennandi leiki. „Ég var auðvitað ánægður með það en Stjarnan var að spila vel og hefðu vel getað unnið þetta. Ég samdi auðvitað við Val með þessari óvissu um hvort liðið héldi sæti sínu í deildinni. En það hefði svo sem engu breytt enda æfingarnar alveg jafn góðar fyrir því.“ Og sem fyrr segir er Ólafur þegar byrjaður að hugsa um næsta tímabil. „Nú er þetta allt saman að byrja. Það er hægt að æfa alls kyns hluti strax í dag – aðallega það sem snýr að líkamlega þættinum sem hægt er að sinna í fjarþjálfun. Þegar ég er svo á staðnum verður farið meira út í aðra þætti. En tíminn er byrjaður að „tikka“ hjá okkur.“ Allt annar hugsunargangur í KatarÓlafur Stefánsson er nú á mála hjá Lakhwiya í Katar og klárar tímabilið ytra áður en hann snýr alfarið aftur heim í júní. „Gæðin í þessari deild eru ágætlega mikil,“ sagði hann um handboltann í Katar. „Það er verið að ná í fræga leikmenn og sú þróun mun halda áfram. Ég spilaði til dæmis við Nikolaj Markussen um daginn og það er alveg klárt að það eru fleiri sterkir á leið út,“ sagði Ólafur en Markussen er danskur landsliðsmaður sem var hjá Atletico Madrid. Hann segir að þessi þróun geti vel verið jákvæð fyrir handboltaíþróttina. „Það kemur svo ljós hvernig þetta verður eftir HM 2015 [sem haldið verður í Katar]. Það er allt annar hugsunargangur í gangi þarna úti og menn eiga erfitt með að plana lengra fram í tímann en nokkra mánuði.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira