Blekktu Kauphöllina til að forðast "alvarlegar spurningar" Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 10:00 Sérstakur saksóknari fullyrðir í ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson og fleiri sakborningar hafi vísvitandi blekkt Kauphöllina þegar bankinn keypti eigin hlutabréf af eignarhaldsfélagi Birkis Kristinssonar, BK-44, í júlí 2008. Í ákærunni segir að Glitnir hafi keypt bréfin á markaðsvirði, genginu 14,95, 22. júlí 2008. Bréfin hafi síðan í tvígang verið seld á milli reikninga innan bankans áður en BK-44 keypti þau aftur, síðar sama dag, á nákvæmlega sama verði og þau höfðu verið seld örskömmu áður. Staðan var því aftur orðin nákvæmlega sú sama og í upphafi dags. Að því loknu hafi síðan Glitnir keypt bréfin á nýjan leik af félaginu, en þá á tæplega 113 prósentum hærra verði, eða á genginu 31,82, sem var nokkurn veginn í samræmi við munnlegt samkomulag sem saksóknari fullyrðir að hafi verið gert við Birki um að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum. Í ákærunni segir að Elmar hafi einungis tilkynnt fyrstu kaupin sem að framan greinir ― þau á markaðsvirðinu ― til Kauphallarinnar. Þau sem á eftir fylgdu hafi aldrei verið tilkynnt. Það brjóti gegn 30. grein laga um verðbréfaviðskipti, sem segi að tilkynna skuli öll viðskipti af þessu tagi. Fullyrt er í ákæruskjalinu að þetta hafi verið gert „til að leyna hinu óvenjulega uppgjöri skaðleysissamningsins 22. júlí 2008 og þar með eðli hlutabréfaviðskiptanna.“ Þar segir enn fremur: „Síðari kaupin voru hins vegar ekki tilkynnt til kauphallar enda hefði gengið á viðskiptunum vafalaust vakið upp alvarlegar spurningar og vakið tortryggni á markaði. Sýnir þessi leynd vel huglæga afstöðu ákærðu.“ Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Sérstakur saksóknari fullyrðir í ákæru á hendur fjórum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson og fleiri sakborningar hafi vísvitandi blekkt Kauphöllina þegar bankinn keypti eigin hlutabréf af eignarhaldsfélagi Birkis Kristinssonar, BK-44, í júlí 2008. Í ákærunni segir að Glitnir hafi keypt bréfin á markaðsvirði, genginu 14,95, 22. júlí 2008. Bréfin hafi síðan í tvígang verið seld á milli reikninga innan bankans áður en BK-44 keypti þau aftur, síðar sama dag, á nákvæmlega sama verði og þau höfðu verið seld örskömmu áður. Staðan var því aftur orðin nákvæmlega sú sama og í upphafi dags. Að því loknu hafi síðan Glitnir keypt bréfin á nýjan leik af félaginu, en þá á tæplega 113 prósentum hærra verði, eða á genginu 31,82, sem var nokkurn veginn í samræmi við munnlegt samkomulag sem saksóknari fullyrðir að hafi verið gert við Birki um að hann gæti ekki tapað á viðskiptunum. Í ákærunni segir að Elmar hafi einungis tilkynnt fyrstu kaupin sem að framan greinir ― þau á markaðsvirðinu ― til Kauphallarinnar. Þau sem á eftir fylgdu hafi aldrei verið tilkynnt. Það brjóti gegn 30. grein laga um verðbréfaviðskipti, sem segi að tilkynna skuli öll viðskipti af þessu tagi. Fullyrt er í ákæruskjalinu að þetta hafi verið gert „til að leyna hinu óvenjulega uppgjöri skaðleysissamningsins 22. júlí 2008 og þar með eðli hlutabréfaviðskiptanna.“ Þar segir enn fremur: „Síðari kaupin voru hins vegar ekki tilkynnt til kauphallar enda hefði gengið á viðskiptunum vafalaust vakið upp alvarlegar spurningar og vakið tortryggni á markaði. Sýnir þessi leynd vel huglæga afstöðu ákærðu.“
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira