Vogunarsjóðir funda með Seðlabanka og Glitni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 07:00 Kröfuhafarnir búast við að tapa einhverju á endurheimtunum. Einn kröfuhafa föllnu íslensku bankanna segist hafa vonast eftir því að þeir byrjuðu að fá greitt inn á kröfur sínar á þessu en hægt hafi á ferlinu eftir Alþingiskosningarnar í vor. Bloomberg greinir frá þessu. Í frétt Bloomberg segir að þegar bankarnir féllu árið 2008 hafi vogunarsjóðir flykkst til landsins til að reyna að græða á því að kaupa upp kröfur. Fimm árum síðar séu þeir enn að bíða.* Andrew Jent, forseti Hayman Capital Management LP, sem er meðal erlendu kröfuhafanna sagði að þeir hefðu loksins fengið vilyrði fyrir fundi með Seðlabanka Íslands og slitastjórn Glitnis sem á að vera haldinn þann 18. nóvember nk. Hann segist þó ekki líta á fundinn sem upphaf formlegra samningaviðræðna. Vogunarsjóðirnir segja að íslenska ríkisstjórnin muni á endanum þurfa að sleppa tökunum ef hún vill komast inn á alþjóðlega markaði og laða til sín erlenda fjárfestinga. „Ríkisstjórnin skilur að ef hún framkvæmir eignarnám á kröfunum eða leggur skatta á endurgreiðslur verði það henni til vandræða,“ segir Jent í samtali við Bloomberg. „Hún getur ekki viljað enda í sömu stöðu og Argentína,“ bætir hún við, en Argentína gat ekki greitt erlendar skuldir sínar á árinu 2011 og neyddist til að setja hömlur á innflutning til landsins, gjaldeyrishöft og ríkisvæða ýmis einkafyrirtæki til að koma í veg fyrir stórfelldan fjármagnsflótta frá landinu. Þrátt fyrir það er gjaldeyrisforði landsins geysilega illa staddur þar sem þessar ráðstafanir fældu erlenda fjárfestingu frá landinu. Jent áætlar að um tuttugu vogunarsjóðir eigi nægilega mikið undir til að ferðast til Íslands til að sækja fundinn. Í fréttinni kemur fram að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, hafi sagt í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis ættu að gefa eftir 75% af krónueignum sínum. Þó nokkrir framkvæmdastjórar mismunandi vogunarsjóða hafa sagt að þeir búist við því að tapa einhverju á þessum viðskiptum en þeir sjái nefnda 75% eftirgjöf sem byrjunarreit í viðræðum við Íslendinga. Jent sagði að staða forsætisráðherra og fjármálaráðherra Íslands væri fyndin. Það liti út fyrir að þeir væru sitthvoru megin borðsins og sækjast eftir sitthvorri niðurstöðunni úr viðræðunum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að negla það niður nákvæmlega við hvern við eigum að semja,“ sagði Jent. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira
Einn kröfuhafa föllnu íslensku bankanna segist hafa vonast eftir því að þeir byrjuðu að fá greitt inn á kröfur sínar á þessu en hægt hafi á ferlinu eftir Alþingiskosningarnar í vor. Bloomberg greinir frá þessu. Í frétt Bloomberg segir að þegar bankarnir féllu árið 2008 hafi vogunarsjóðir flykkst til landsins til að reyna að græða á því að kaupa upp kröfur. Fimm árum síðar séu þeir enn að bíða.* Andrew Jent, forseti Hayman Capital Management LP, sem er meðal erlendu kröfuhafanna sagði að þeir hefðu loksins fengið vilyrði fyrir fundi með Seðlabanka Íslands og slitastjórn Glitnis sem á að vera haldinn þann 18. nóvember nk. Hann segist þó ekki líta á fundinn sem upphaf formlegra samningaviðræðna. Vogunarsjóðirnir segja að íslenska ríkisstjórnin muni á endanum þurfa að sleppa tökunum ef hún vill komast inn á alþjóðlega markaði og laða til sín erlenda fjárfestinga. „Ríkisstjórnin skilur að ef hún framkvæmir eignarnám á kröfunum eða leggur skatta á endurgreiðslur verði það henni til vandræða,“ segir Jent í samtali við Bloomberg. „Hún getur ekki viljað enda í sömu stöðu og Argentína,“ bætir hún við, en Argentína gat ekki greitt erlendar skuldir sínar á árinu 2011 og neyddist til að setja hömlur á innflutning til landsins, gjaldeyrishöft og ríkisvæða ýmis einkafyrirtæki til að koma í veg fyrir stórfelldan fjármagnsflótta frá landinu. Þrátt fyrir það er gjaldeyrisforði landsins geysilega illa staddur þar sem þessar ráðstafanir fældu erlenda fjárfestingu frá landinu. Jent áætlar að um tuttugu vogunarsjóðir eigi nægilega mikið undir til að ferðast til Íslands til að sækja fundinn. Í fréttinni kemur fram að Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, hafi sagt í Morgunblaðinu í síðasta mánuði að kröfuhafar Kaupþings og Glitnis ættu að gefa eftir 75% af krónueignum sínum. Þó nokkrir framkvæmdastjórar mismunandi vogunarsjóða hafa sagt að þeir búist við því að tapa einhverju á þessum viðskiptum en þeir sjái nefnda 75% eftirgjöf sem byrjunarreit í viðræðum við Íslendinga. Jent sagði að staða forsætisráðherra og fjármálaráðherra Íslands væri fyndin. Það liti út fyrir að þeir væru sitthvoru megin borðsins og sækjast eftir sitthvorri niðurstöðunni úr viðræðunum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að negla það niður nákvæmlega við hvern við eigum að semja,“ sagði Jent.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Sjá meira