Viðskipti innlent

Hagnaður BankNordik fjórfaldaðist milli ára

Hagnaður færeyska bankans BankNordik fjórfaldaðist í fyrra miðað við árið á undan.

Bankinn er skráður í íslensku Kauphöllinni en í tilkynningu þangað um uppgjör síðasta árs kemur fram að hagnaðurinn í fyrra nam 121 milljón danskra króna eða um 2,6 milljörðum króna. Árið áður nam hagnaðurinn 31 milljón danskra króna.

Janus Petersen bankastjóri BankNordik segir í tilkynningunni að niðurstaðan sé í takti við væntingar stjórnar bankans þótt þær væntingar hafi þótt bjartsýnar í upphafi ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×