Heimir Óli Heimisson skoraði eitt mark þegar að lið Guif tapaði fyrir Aranäs í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 28-25. Aranäs er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12, en Guif þurfti á stigunum að halda til að styrkja stöðu sína í harðri toppbaráttu deildarinnar.
Guif hefði með sigri getað komist upp í annað sæti deildarinnar og minnkað forystu Lugi á toppnum í eitt stig. En liðið er í þriðja sæti með 37 stig, rétt eins og Kristianstad og Drott sem eru í næstu sætum á eftir. Sävehof er í öðru sæti með 38 stig.
Kristján Andrésson er þjálfari Guif en bróðir hans, Haukur, er meiddur og gat því ekki spilað með liðinu.

