Viðskipti innlent

Orkuáætlun sett í Búdapest í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðni A. Jóhannesson orkumálatjóri, Tove Skarstein sendiherra Noregs í Ungverjalandi, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Attila Imre Horváth þróunarmálaráðherra, Zoltán Körtvély forstjóri NKE við undirskriftina í Ungverjalandi.
Guðni A. Jóhannesson orkumálatjóri, Tove Skarstein sendiherra Noregs í Ungverjalandi, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, Attila Imre Horváth þróunarmálaráðherra, Zoltán Körtvély forstjóri NKE við undirskriftina í Ungverjalandi. Mynd/Orkustofnun
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, telur opnun orkuáætlunar Þróunarsjóðs EFTA í dag marka straumhvörf í auknu samstarfi Íslands og Ungverjalands á sviði jarðhita næstu árin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkustofnun.  Gunnar Bragi er nú í Ungverjalandi þar sem hann skrifaði undir orkuáætlun Íslands og Ungverjalands.

Markmið áætlunar EFTA er að efla hlut endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu með þjóðhagsfræðilega hagkvæmni hvers ríki fyrir sig að leiðarljósi. Orkustofnun mun gegna mikilvægu hlutverki við þróun orkuáætlunar í Ungverjalandi á öllum stigum áætlunarinnar og mun heildarfjárfesting í Ungverjalandi geta numið vel yfir tvo milljarða króna.

„Orkustofnun hefur undirbúið áætlunina undanfarin tvö ár í samstarfi við fulltrúa ungverska ríkisins og Þróunarsjóðs EFTA. Með áætluninni geta ungverskir aðilar sótt í 1,5 miljarð króna til að styðja við orkunotkun endurnýjanlegra orkugjafa með 15% framlagi ungverska ríkisins. Til þess að styðja sérstaklega við tengslamyndun og undirbúning umsókna verður boðið upp á styrki sem samtals geta numið 1,5% af áætluninni,“ segir í tilkynningunni.

Alla tilkynninguna er hægt að sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×