Tap HR í fyrra um 120 milljónir króna Þórður Snær Júlíusson skrifar 8. mars 2013 06:00 Ari Kristinn jónsson Háskólinn í Reykjavík hefur tapað um 750 milljónum króna á þremur árum. Rektor skólans segir að jafnvægi muni nást í rekstri hans á þessu ári. Mikill niðurskurður vinni á móti lækkandi framlögum ríkis og hærri húsnæðiskostnaði. Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 120 milljónum króna á árinu 2012. Það er 111 milljónum krónum minna en árið áður. Að sögn Ara Kristins Jónssonar, rektors HR, gera áætlanir ráð fyrir að afkoma skólans verði jákvæð í ár. Hann segir enn fremur að ekki verði gengið frekar á eigið fé hans. HR tapaði samtals 753 milljónum króna frá ársbyrjun 2010 til loka árs 2012 og því ljóst að rekstur skólans hefur verið þungur á síðustu árum. Framlög ríkisins til skólans voru tæpir tveir milljarðar króna árið 2011 og Ari Kristinn segir að þau hafi verið lítið eitt hærri í fyrra. Þau hafa minnkað mikið á undanförnum árum og á árinu 2012 einu saman voru þau meira en hálfum milljarði króna lægri að raungildi en á árinu 2008. Alls hefur uppsafnaður niðurskurður hins opinbera á framlögum til HR verið yfir milljarði króna á síðustu fjórum árum. Skólinn innheimti þó rúman milljarð króna í skólagjöld á síðasta ári og náði í 564 milljónir króna í annað sjálfsaflafé. Ari Kristinn segir að tekjur skólans hafi líklega verið um fjórum prósentum hærri í fyrra en á árinu 2011. Rekstarkostnaður skólans hafi hins vegar lækkað mikið á undanförnum árum og það útskýri viðsnúning í rekstri hans. „Við höfum fækkað starfsfólki, fækkað námsbrautum og fjölgað nemendum í ákveðnum greinum. Það hefur skilað sér í auknum tekjum." HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Hratt gengur hins vegar á það fé og um síðustu áramót var það um 270 milljónir króna. Ari Kristinn segir að ekki verði gengið frekar á það eigið fé. Rekstraráætlun fyrir árið 2013 geri ráð fyrir að HR verði réttu megin við í lok þess og þar sem áætlanir síðustu ára hafi verið að standast sé líklegt að sú nýjasta geri það líka. Hár húsnæðiskostnaður hefur verið HR erfiður á undanförnum árum. Ný skólabygging var tekin í gagnið í byrjun árs 2010. Hún var byggð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign og leiga fyrir afnot af henni tengd við evru. HR fékk tímabundna lækkun á húsnæðiskostnaði en hann var samt sem áður stór hluti af rekstrarkostnaði skólans. Á árinu 2011 nam húsnæðiskostnaður til að mynda 770 milljónum króna. Fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagins Fasteignar lauk í byrjun þessa árs. Við það fluttist eignarhald á húsnæði HR yfir til Íslandsbanka. Ari Kristinn segir að húsnæðiskostnaður skólans hafi þó verið hærri í fyrra en á árinu 2011. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Háskólinn í Reykjavík hefur tapað um 750 milljónum króna á þremur árum. Rektor skólans segir að jafnvægi muni nást í rekstri hans á þessu ári. Mikill niðurskurður vinni á móti lækkandi framlögum ríkis og hærri húsnæðiskostnaði. Háskólinn í Reykjavík (HR) tapaði 120 milljónum króna á árinu 2012. Það er 111 milljónum krónum minna en árið áður. Að sögn Ara Kristins Jónssonar, rektors HR, gera áætlanir ráð fyrir að afkoma skólans verði jákvæð í ár. Hann segir enn fremur að ekki verði gengið frekar á eigið fé hans. HR tapaði samtals 753 milljónum króna frá ársbyrjun 2010 til loka árs 2012 og því ljóst að rekstur skólans hefur verið þungur á síðustu árum. Framlög ríkisins til skólans voru tæpir tveir milljarðar króna árið 2011 og Ari Kristinn segir að þau hafi verið lítið eitt hærri í fyrra. Þau hafa minnkað mikið á undanförnum árum og á árinu 2012 einu saman voru þau meira en hálfum milljarði króna lægri að raungildi en á árinu 2008. Alls hefur uppsafnaður niðurskurður hins opinbera á framlögum til HR verið yfir milljarði króna á síðustu fjórum árum. Skólinn innheimti þó rúman milljarð króna í skólagjöld á síðasta ári og náði í 564 milljónir króna í annað sjálfsaflafé. Ari Kristinn segir að tekjur skólans hafi líklega verið um fjórum prósentum hærri í fyrra en á árinu 2011. Rekstarkostnaður skólans hafi hins vegar lækkað mikið á undanförnum árum og það útskýri viðsnúning í rekstri hans. „Við höfum fækkað starfsfólki, fækkað námsbrautum og fjölgað nemendum í ákveðnum greinum. Það hefur skilað sér í auknum tekjum." HR hefur átt eigið fé til að mæta tapi undanfarinna ára. Hratt gengur hins vegar á það fé og um síðustu áramót var það um 270 milljónir króna. Ari Kristinn segir að ekki verði gengið frekar á það eigið fé. Rekstraráætlun fyrir árið 2013 geri ráð fyrir að HR verði réttu megin við í lok þess og þar sem áætlanir síðustu ára hafi verið að standast sé líklegt að sú nýjasta geri það líka. Hár húsnæðiskostnaður hefur verið HR erfiður á undanförnum árum. Ný skólabygging var tekin í gagnið í byrjun árs 2010. Hún var byggð af Eignarhaldsfélaginu Fasteign og leiga fyrir afnot af henni tengd við evru. HR fékk tímabundna lækkun á húsnæðiskostnaði en hann var samt sem áður stór hluti af rekstrarkostnaði skólans. Á árinu 2011 nam húsnæðiskostnaður til að mynda 770 milljónum króna. Fjárhagslegri endurskipulagningu Eignarhaldsfélagins Fasteignar lauk í byrjun þessa árs. Við það fluttist eignarhald á húsnæði HR yfir til Íslandsbanka. Ari Kristinn segir að húsnæðiskostnaður skólans hafi þó verið hærri í fyrra en á árinu 2011.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira