EVE Online í MoMa - "Markmiðið var aldrei að skapa list“ 8. mars 2013 15:08 Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt." Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Leikjaheimi EVE Online, þekktustu afurðar íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP, er nú hampað í einu virtasta listasafni veraldar, nútímalistasafninu í New York eða MoMa. Þrettán aðrir tölvuleikir taka þátt í sýningunni, þar á meðal eru Pacman, Tetris og Portal. Sýningin stendur í ellefu mánuði og ber heitið Applied Design. Hópur sérfræðinga stóð að valinu á þeim fjórtán leikjum sem á endanum tóku þátt í sýningunni. Torfi Frans, listrænn stjórnandi CCP, segir það vera mikinn heiður að fá að taka þátt í sýningunni enda fagnar EVE Online nú tíu ára afmæli.Nútímalistasafni í New York, MoMa.MYND/MOMA„Það er búið að framleiða ótrúlegan fjölda tölvuleikja," segir Torfi. „En það að EVE Online hafi verið hópi þessa fjórtján leikja er auðvitað alveg stórkostlegt." Torfi og samstarfsmenn hans áttuðu sig fljótt á því að það yrði flókið verkefni að setja saman sýningu um söguheim EVE Online. „Við áttuðum okkur á því að það yrði ekki nóg að sýna leikinn, það er, að vera með tölvu, lyklaborð og mús. Það var því ákveðið að leggja áherslu á sýna söguheim EVE Online sem slíkan í stað sjálfrar spilunarinnar."Skjáskot úr Portal.Eins og svo oft áður reyndist samfélag spilara CCP dýrmætt. Torfi bað spilara um taka upp glæsileg andartök úr EVE Online og birta myndskeiðin á YouTube. Þeim var síðar safnað saman og eru þessi myndbönd eru nú til sýnis í MoMa. Listfræðingar og fagurkerar hafa lengi vel deilt um það hvort að tölvuleikir séu yfir höfuð list. Torfi er nokkuð viss um að áherslubreyting hafi orðið í þessum efnum. „Við höfum aldrei sagt að við séum að skapa list með þróun EVE Online," segir Torfi. „Þetta byrjaði árið 1999 sem skemmtun. Þegar leikurinn kom svo út árið 2003 vorum við búnir að sá þessu litla fræi sem seinna meir — með uppfærslum og DUST 514 — varð svo stórt og fallegt."
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent