Töluverð uppsveifla var á mörkuðum í Japan í nótt en nikkei vísitalan í Tókýó hækkaði um 2,9% eftir að hafa hrapað um 6,4% í fyrrinótt. Í frétt á vefsíðu börsen segir að hækkanir í nótt stafi einkum af því að spákaupmenn hafi séð tækifæri á markaðinum.
Áður eða í gærkvöldi voru góðar hækkanir á mörkuðum á Wall Street en Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,2%.
Í morgun voru svo grænar tölur á öllum helstu mörkuðum í Evrópu. Bæði FTSE vísitalan í London og Cac 40 vísitalan í París hafa hækkað um 0,4% og Dax vísitalan í Frankfurt um 0,8%.

