Hagsjá: Ekki tekið á alvarlegri skuldastöðu ríkisins 12. júní 2013 10:50 „Staða ríkisfjármála skiptir verulegu máli fyrir þróun íslensk efnahagslífs. Skuldastaða ríkisins er alvarleg og fáar tillögur virðast uppi til lausnar á þeirri stöðu. Mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri ríkisins á síðustu árum, en staðan er enn sú að um 15% tekna fara í vaxtagreiðslur. Skuldir og skuldbindingar ríkisins eru nú vel fyrir ofan eina landsframleiðslu og fara hækkandi. Því er mikilvægt að miklu aðhaldi verði beitt áfram og unnið markvisst að lækkun skulda.“ Þetta segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem fjallað er um stöðu ríkisfjármála. Þar segir einnig að fjármögnun innlendra aðila á erlendum lánamörkuðum hefur ekki verið mikil á undanförnum árum, en sú viðleitni sem sést hefur í þeim efnum hefur gengið þokkalega. Þannig hafa bæði ávöxtunarkrafa og álag fyrir Ísland farið lækkandi. Ætla má að mikill agi í fjármálum ríkisins á síðustu árum hafi aukið tiltrú á íslensku efnahagslífi. „Öll merki um tilslökun í fjármálum ríkisins gætu því stuðlað að lakari kjörum okkar á erlendum lánsfjármörkuðum, en kjör ríkisins á erlendum mörkuðum setja grunnkjör fyrir erlendar lántökur annarra innlendra aðila,“ segir í Hagsjánni.Fjárlög halda ekki Þá segir að það sé viðtekin venja hér á landi að fjárlög halda ekki. Útgjaldaaukning frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga og svo til fjáraukalaga og endanlegs ríkisreiknings er oft verleg og niðurstaða versnar oftar en ekki. Síðasti birti ríkisreikningur var fyrir árið 2011, en þá versnaði rekstrarhalli ríkisins um 43 milljarða kr. frá fjáraukalögum. Á næstu vikum er von á ríkisreikningi fyrir árið 2012 sem mun sýna hvort árangur var ásættanlegur á árinu 2012. Bilið frá fjáraukalögum til ríkisreiknings er oft skýrt með óreglulegum liðum og einskiptisaðgerðum. Þau útgjöld eru hins vegar ekki frábrugðin öðrum útgjöldum og bætast yfirleitt beint við skuldir ríkisins. Endanleg niðurstaða í rekstri ríkisins í ríkisreikningi 2011 var mun neikvæðari en niðurstaða eftir fjáraukalög, sagan gæti því bent til verri niðurstöðu fyrir 2012. Sjá nánar hér. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
„Staða ríkisfjármála skiptir verulegu máli fyrir þróun íslensk efnahagslífs. Skuldastaða ríkisins er alvarleg og fáar tillögur virðast uppi til lausnar á þeirri stöðu. Mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri ríkisins á síðustu árum, en staðan er enn sú að um 15% tekna fara í vaxtagreiðslur. Skuldir og skuldbindingar ríkisins eru nú vel fyrir ofan eina landsframleiðslu og fara hækkandi. Því er mikilvægt að miklu aðhaldi verði beitt áfram og unnið markvisst að lækkun skulda.“ Þetta segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem fjallað er um stöðu ríkisfjármála. Þar segir einnig að fjármögnun innlendra aðila á erlendum lánamörkuðum hefur ekki verið mikil á undanförnum árum, en sú viðleitni sem sést hefur í þeim efnum hefur gengið þokkalega. Þannig hafa bæði ávöxtunarkrafa og álag fyrir Ísland farið lækkandi. Ætla má að mikill agi í fjármálum ríkisins á síðustu árum hafi aukið tiltrú á íslensku efnahagslífi. „Öll merki um tilslökun í fjármálum ríkisins gætu því stuðlað að lakari kjörum okkar á erlendum lánsfjármörkuðum, en kjör ríkisins á erlendum mörkuðum setja grunnkjör fyrir erlendar lántökur annarra innlendra aðila,“ segir í Hagsjánni.Fjárlög halda ekki Þá segir að það sé viðtekin venja hér á landi að fjárlög halda ekki. Útgjaldaaukning frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga og svo til fjáraukalaga og endanlegs ríkisreiknings er oft verleg og niðurstaða versnar oftar en ekki. Síðasti birti ríkisreikningur var fyrir árið 2011, en þá versnaði rekstrarhalli ríkisins um 43 milljarða kr. frá fjáraukalögum. Á næstu vikum er von á ríkisreikningi fyrir árið 2012 sem mun sýna hvort árangur var ásættanlegur á árinu 2012. Bilið frá fjáraukalögum til ríkisreiknings er oft skýrt með óreglulegum liðum og einskiptisaðgerðum. Þau útgjöld eru hins vegar ekki frábrugðin öðrum útgjöldum og bætast yfirleitt beint við skuldir ríkisins. Endanleg niðurstaða í rekstri ríkisins í ríkisreikningi 2011 var mun neikvæðari en niðurstaða eftir fjáraukalög, sagan gæti því bent til verri niðurstöðu fyrir 2012. Sjá nánar hér.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira