Hagsjá: Ekki tekið á alvarlegri skuldastöðu ríkisins 12. júní 2013 10:50 „Staða ríkisfjármála skiptir verulegu máli fyrir þróun íslensk efnahagslífs. Skuldastaða ríkisins er alvarleg og fáar tillögur virðast uppi til lausnar á þeirri stöðu. Mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri ríkisins á síðustu árum, en staðan er enn sú að um 15% tekna fara í vaxtagreiðslur. Skuldir og skuldbindingar ríkisins eru nú vel fyrir ofan eina landsframleiðslu og fara hækkandi. Því er mikilvægt að miklu aðhaldi verði beitt áfram og unnið markvisst að lækkun skulda.“ Þetta segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem fjallað er um stöðu ríkisfjármála. Þar segir einnig að fjármögnun innlendra aðila á erlendum lánamörkuðum hefur ekki verið mikil á undanförnum árum, en sú viðleitni sem sést hefur í þeim efnum hefur gengið þokkalega. Þannig hafa bæði ávöxtunarkrafa og álag fyrir Ísland farið lækkandi. Ætla má að mikill agi í fjármálum ríkisins á síðustu árum hafi aukið tiltrú á íslensku efnahagslífi. „Öll merki um tilslökun í fjármálum ríkisins gætu því stuðlað að lakari kjörum okkar á erlendum lánsfjármörkuðum, en kjör ríkisins á erlendum mörkuðum setja grunnkjör fyrir erlendar lántökur annarra innlendra aðila,“ segir í Hagsjánni.Fjárlög halda ekki Þá segir að það sé viðtekin venja hér á landi að fjárlög halda ekki. Útgjaldaaukning frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga og svo til fjáraukalaga og endanlegs ríkisreiknings er oft verleg og niðurstaða versnar oftar en ekki. Síðasti birti ríkisreikningur var fyrir árið 2011, en þá versnaði rekstrarhalli ríkisins um 43 milljarða kr. frá fjáraukalögum. Á næstu vikum er von á ríkisreikningi fyrir árið 2012 sem mun sýna hvort árangur var ásættanlegur á árinu 2012. Bilið frá fjáraukalögum til ríkisreiknings er oft skýrt með óreglulegum liðum og einskiptisaðgerðum. Þau útgjöld eru hins vegar ekki frábrugðin öðrum útgjöldum og bætast yfirleitt beint við skuldir ríkisins. Endanleg niðurstaða í rekstri ríkisins í ríkisreikningi 2011 var mun neikvæðari en niðurstaða eftir fjáraukalög, sagan gæti því bent til verri niðurstöðu fyrir 2012. Sjá nánar hér. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Staða ríkisfjármála skiptir verulegu máli fyrir þróun íslensk efnahagslífs. Skuldastaða ríkisins er alvarleg og fáar tillögur virðast uppi til lausnar á þeirri stöðu. Mikils aðhalds hefur verið gætt í rekstri ríkisins á síðustu árum, en staðan er enn sú að um 15% tekna fara í vaxtagreiðslur. Skuldir og skuldbindingar ríkisins eru nú vel fyrir ofan eina landsframleiðslu og fara hækkandi. Því er mikilvægt að miklu aðhaldi verði beitt áfram og unnið markvisst að lækkun skulda.“ Þetta segir í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem fjallað er um stöðu ríkisfjármála. Þar segir einnig að fjármögnun innlendra aðila á erlendum lánamörkuðum hefur ekki verið mikil á undanförnum árum, en sú viðleitni sem sést hefur í þeim efnum hefur gengið þokkalega. Þannig hafa bæði ávöxtunarkrafa og álag fyrir Ísland farið lækkandi. Ætla má að mikill agi í fjármálum ríkisins á síðustu árum hafi aukið tiltrú á íslensku efnahagslífi. „Öll merki um tilslökun í fjármálum ríkisins gætu því stuðlað að lakari kjörum okkar á erlendum lánsfjármörkuðum, en kjör ríkisins á erlendum mörkuðum setja grunnkjör fyrir erlendar lántökur annarra innlendra aðila,“ segir í Hagsjánni.Fjárlög halda ekki Þá segir að það sé viðtekin venja hér á landi að fjárlög halda ekki. Útgjaldaaukning frá fjárlagafrumvarpi til fjárlaga og svo til fjáraukalaga og endanlegs ríkisreiknings er oft verleg og niðurstaða versnar oftar en ekki. Síðasti birti ríkisreikningur var fyrir árið 2011, en þá versnaði rekstrarhalli ríkisins um 43 milljarða kr. frá fjáraukalögum. Á næstu vikum er von á ríkisreikningi fyrir árið 2012 sem mun sýna hvort árangur var ásættanlegur á árinu 2012. Bilið frá fjáraukalögum til ríkisreiknings er oft skýrt með óreglulegum liðum og einskiptisaðgerðum. Þau útgjöld eru hins vegar ekki frábrugðin öðrum útgjöldum og bætast yfirleitt beint við skuldir ríkisins. Endanleg niðurstaða í rekstri ríkisins í ríkisreikningi 2011 var mun neikvæðari en niðurstaða eftir fjáraukalög, sagan gæti því bent til verri niðurstöðu fyrir 2012. Sjá nánar hér.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira